mánudagur, janúar 17, 2005

Einhvern daginn þegar ég er orðin rík ætla ég að hringa í Björgúlf og bjóða honum littlar 15 milljónir fyrir jakkafötin til þess eins að gefa honum þau aftur. Sama dag og það gerist ætla ég að opna ókristilegt hjálpræðishús fyrir heimilislausar mýs. Mér verður kalt við að horfa út um gluggann. Úr því að ég verð hvort eð er komin í dýrahjálparstarf gæti ég yfirboðið einn starfsmann eða tvö frá Kárahnjúkum til þess að gefa fyglunum. Þá er gott að hafa kattarpíu til að gæta þess að ljónin tvö ráðist ekki á frostbitin dýrin.

Ég er líkast til þessi gamla kerling sem þykir nokkuð hrædd við unglinga. En kjarkur minn vex með degi hverjum. Einhversstaðar í minningunni hef ég líkast til verið unglingur líka nema að ég hafi getið mér rétt til og fæðst þrítug. Daníeli Þorsteinssyni hefði þótt mikið til þess koma.

Nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, atviksorð, lítið orð og allt hitt.