mánudagur, desember 13, 2004

Það vissu það kannski allir aðrir en ég að þessi dagur myndi renna upp. Nú sit ég í stofunni og verð að játa vanþekkingu mína. Prófin búin. Ég fagna þeim áfanga með þekktri ró, yfir sjónvarpinu blótandi skjá einum. Skil enn ekki afhverju afbragðsgóð stöð þurfti að myrða sjálfa sig fyrir milljónir og byrja að sína fótbolta. En fagnaðarerindið er prófalok.

Það var svona líka rétt í þessu sem ég varð andvíg jafnræði kynjanna og réttlátri skiptingu heimilisstarfa milli heimilismanna. Þessi umbylting varð einhvern tíma milli frétta og þvottavélarþeytingar á ullarteppinu. Kannski má viðhalda jafnræðinu með því að skikka fólk á heimilisnámskeið eða hreinlega í húsmæðraskólann. Muna að bæta húsmæðraskólanum á hollt fyrir allt ungt fólk að gera.

Heimilismenn - og jú kettir hafa það með eindæmum gott og dagna sem og aldrei fyrr. Vonar maður því það er nú hálfsorglegt að veslast upp svona rétt fyrir jólin.

Svona þegar á þá heiðnu hátíð ætlar ynjan að biðja þá sem höfðu í huga að senda henni jólakort að láta það ógert, og í staðinn láta andvirði jólakorts og frímerkis ef við á renna til hjálpræðishersins. Með þetta í huga ætlar ynjan ekki að senda jólakort sjálf.

Sé einhver svo hræðilega óhress með þetta fyrirkomulag að hann verði svefnvana getur sá og hinn sami slegið á þráðinn og jólapósti verður hugsanlega reddað. Þessu ákvæði fylgir einræða símalínu.

Hjálpræðisherinn hefur opið hús á aðfangadag (og yfir hátíðirnar) fyrir þá sem eiga ekki í önnur hús að vernda.

Svo maður vitni nú í stórmenni sögunnar ; þá er svo gott að vera góður.

hertogaynjan