,,Faðir minn er dauður"
Þetta þykir víst með öllu óviðeigandi setning. Orðið dauður er ljótt. Það verður að játast að þessi setning er kjánaleg. Líklega væri skárra að heyra ,,pabbi minn er dauður" eða ,,faðir minn er látinn" en annars eru báðar hálfkjánalegar. Þessar setningar hjóma frekar eins og tilkynningar heldur en orð notuð í almennu spjalli. Niðurstaðan er eitthvað á þá leið að dauður eigi ekki að nota nema um dýr, illmenni (hitler er dauður eða flokkast hitler ekki sem illmenni?) eða einhvern sem er löngu löngu dáinn jafnvel þá er það ekki í lagi að segja viðkomandi dauðann. Aristóteles er dauður, líka dáinn, fallinn frá og svo framvegis. ,,Barbie er dauð" er setning sem slær í gegn í huga mínum þó kjörþyngdar bjútibollur séu ekki sammála. Orð eru alltaf neikvæð meðan neikvæð merking er lögð í þau og að sama skapi eru orð alltaf jákvæð meðan jákvæð merking er lögð í þau. Greni er fínt orð og flestum alveg sama um það, snúi maður stöfunum aðeins er komið orðið negri og það er afskaplega ljótt.
Dauðinn eða andlátin svona til að huga að tilfinningunum sem fylgja orðum er helst ekki til í samfélaginu núna. Samt vita allir að þeir deyja einhvern daginn en enginn má vita af því, hugsa til þess eða ræða það. Sjálf stend ég mig að því að vilja lítið kannast við dauðann. Fólk deyr þegar er gamalt deyr það en það er ekki dáið þannig. Skrapp í ferðalag. Í jarðaförum er fólk það vel farðað að maður heldur það á leiðinni á ball. En maður sér ekki dáið fólk og enginn gerir ráð fyrir dauðanum. Því kemur hann manni alltaf á óvart.
Þessi pæling er kannski stytt en t.d. þegar gamalt fólk ,,komið á aldur" deyr er maður samt hissa í öllum þeim skilningi en er maður hissa eða ekki bara tilbúinn fyrir þá að hafa ekki einhvern í lífi sínu?
Kemur þetta kannski niður á eigingirnina og ónægjusemina sem virðist stundum heltaka mig og eflaust fleiri. En hvenær er maður eigingjarn og hvenær ekki? Er dauðinn einhverntímann timabær? Varla.
Þrátt fyrir allar hugsanir um dauðann sem hugtak og orð og það að ég vilji að dauðinn sé hluti af lífinu á maður alltaf svolítið erfitt með að skilja af hverju lítil börn deyja. Alla vega á ég ekki gott með að skilja það og það bara passar ekki inn í hugmyndafræði mína að börn deyji. Einar Már skrifaði einhvern tíma svo snyrtilega ,,...og ég sem hélt að litlir strákar gætu ekki dáið". Það er bara alveg satt. Það bara passar ekki. Líkast til er það vegna þess að þegar barn deyr þá er lífið varla byrjað og lífið á að hafa varað ákveðið lengi til þess að dauðinn komist að. Eða hvað?
Svo er einhvern veginn stór munur á því að þekkja einhvern sem hefur misst barnið sitt og manni er ekki ætlað að skilja það og svo að fá fréttir t.d. um barnadauða í Afríku eða Indlandi. Miðað við einhverja tölfræði er barnadauði lítill hér á landi en hár í Afríku. Er samt ekki sama sorgin og sami missirinn sama frá hvaða landi þú ert? Samt hugsar maður meira um einstök tilvik heldur en tölfræði heillar þjóðar. Gera vestrænar þjóðir meiri kröfur og upplifa þar af leiðandi meiri sorg ef barn deyr? Getur einhver sem missir barn sitt hugsað með sér, einn af tölfræðinni hin fjögur lifðu? Á bak við tölfræðina er nefnilega fólk af holdi og blóði sem finnur til og elskar.
Vá ég er komin út í einhverja vitleysu hér út frá orðinu dauður og tilfinningalegu gildi þess og ætti kannski að stroka þessa hugleiðingu mína út og vera ekki að birta hana á prenti. Af hverju má maður ekki birta þessa illa hugsuðu pælingu? ´Þá vaknar óttinn við að særa einhvern eða reyta til reiði eða snerta viðkvæma strengi. Ynjan er farin að snökta t.d. núna við tilhugsunina um alla þá sem hafa misst einhvern sér nákominn.
Er ekki rétt að kveikja á kertum til minningar um alla þá sem fallið hafa frá, þá sem okkur þykir vænt um og öll börnin sem veltast um í skýjunum.
Þá má ekki gleyma því að þegar maður minnist hins látna er ekki úr vegi að hugsa til þess sem lifir. Því oft er það nú þannig að það er ekki sá sem deyr heldur sá sem eftir lifir.
Kveikjum á kertum leyfum þeim að lifa.
Lynjan
Þetta þykir víst með öllu óviðeigandi setning. Orðið dauður er ljótt. Það verður að játast að þessi setning er kjánaleg. Líklega væri skárra að heyra ,,pabbi minn er dauður" eða ,,faðir minn er látinn" en annars eru báðar hálfkjánalegar. Þessar setningar hjóma frekar eins og tilkynningar heldur en orð notuð í almennu spjalli. Niðurstaðan er eitthvað á þá leið að dauður eigi ekki að nota nema um dýr, illmenni (hitler er dauður eða flokkast hitler ekki sem illmenni?) eða einhvern sem er löngu löngu dáinn jafnvel þá er það ekki í lagi að segja viðkomandi dauðann. Aristóteles er dauður, líka dáinn, fallinn frá og svo framvegis. ,,Barbie er dauð" er setning sem slær í gegn í huga mínum þó kjörþyngdar bjútibollur séu ekki sammála. Orð eru alltaf neikvæð meðan neikvæð merking er lögð í þau og að sama skapi eru orð alltaf jákvæð meðan jákvæð merking er lögð í þau. Greni er fínt orð og flestum alveg sama um það, snúi maður stöfunum aðeins er komið orðið negri og það er afskaplega ljótt.
Dauðinn eða andlátin svona til að huga að tilfinningunum sem fylgja orðum er helst ekki til í samfélaginu núna. Samt vita allir að þeir deyja einhvern daginn en enginn má vita af því, hugsa til þess eða ræða það. Sjálf stend ég mig að því að vilja lítið kannast við dauðann. Fólk deyr þegar er gamalt deyr það en það er ekki dáið þannig. Skrapp í ferðalag. Í jarðaförum er fólk það vel farðað að maður heldur það á leiðinni á ball. En maður sér ekki dáið fólk og enginn gerir ráð fyrir dauðanum. Því kemur hann manni alltaf á óvart.
Þessi pæling er kannski stytt en t.d. þegar gamalt fólk ,,komið á aldur" deyr er maður samt hissa í öllum þeim skilningi en er maður hissa eða ekki bara tilbúinn fyrir þá að hafa ekki einhvern í lífi sínu?
Kemur þetta kannski niður á eigingirnina og ónægjusemina sem virðist stundum heltaka mig og eflaust fleiri. En hvenær er maður eigingjarn og hvenær ekki? Er dauðinn einhverntímann timabær? Varla.
Þrátt fyrir allar hugsanir um dauðann sem hugtak og orð og það að ég vilji að dauðinn sé hluti af lífinu á maður alltaf svolítið erfitt með að skilja af hverju lítil börn deyja. Alla vega á ég ekki gott með að skilja það og það bara passar ekki inn í hugmyndafræði mína að börn deyji. Einar Már skrifaði einhvern tíma svo snyrtilega ,,...og ég sem hélt að litlir strákar gætu ekki dáið". Það er bara alveg satt. Það bara passar ekki. Líkast til er það vegna þess að þegar barn deyr þá er lífið varla byrjað og lífið á að hafa varað ákveðið lengi til þess að dauðinn komist að. Eða hvað?
Svo er einhvern veginn stór munur á því að þekkja einhvern sem hefur misst barnið sitt og manni er ekki ætlað að skilja það og svo að fá fréttir t.d. um barnadauða í Afríku eða Indlandi. Miðað við einhverja tölfræði er barnadauði lítill hér á landi en hár í Afríku. Er samt ekki sama sorgin og sami missirinn sama frá hvaða landi þú ert? Samt hugsar maður meira um einstök tilvik heldur en tölfræði heillar þjóðar. Gera vestrænar þjóðir meiri kröfur og upplifa þar af leiðandi meiri sorg ef barn deyr? Getur einhver sem missir barn sitt hugsað með sér, einn af tölfræðinni hin fjögur lifðu? Á bak við tölfræðina er nefnilega fólk af holdi og blóði sem finnur til og elskar.
Vá ég er komin út í einhverja vitleysu hér út frá orðinu dauður og tilfinningalegu gildi þess og ætti kannski að stroka þessa hugleiðingu mína út og vera ekki að birta hana á prenti. Af hverju má maður ekki birta þessa illa hugsuðu pælingu? ´Þá vaknar óttinn við að særa einhvern eða reyta til reiði eða snerta viðkvæma strengi. Ynjan er farin að snökta t.d. núna við tilhugsunina um alla þá sem hafa misst einhvern sér nákominn.
Er ekki rétt að kveikja á kertum til minningar um alla þá sem fallið hafa frá, þá sem okkur þykir vænt um og öll börnin sem veltast um í skýjunum.
Þá má ekki gleyma því að þegar maður minnist hins látna er ekki úr vegi að hugsa til þess sem lifir. Því oft er það nú þannig að það er ekki sá sem deyr heldur sá sem eftir lifir.
Kveikjum á kertum leyfum þeim að lifa.
Lynjan
<< Home