miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Ring ring
- ,,Halló"
- Hæ er Dabbi heima?"
- Ert þetta þú Dóri minn?"
- ,,já er hann heima?"
- ,,Augnablik"
- ,,Halldór hvað nú?"
- ,,Það hlustar enginn á mig!"
- ,,Hvað áttu við?"
- ,,Æ þarna í kennaradeilunni. Ég gerði alveg eins og þú sagðir, ég sagði við alla fréttamenn að deiluaðilar yrðu að leysa málið sjálfir. Lagasetning og fjárframlög kæmu ekki til greina. En það hlustar enginn."
- ,, Því segiru það?"
- ,,Sko, þeir ætluðu ekki að funda lengi svo ég kallaði þá á teppið og skipaði þeim að leggja fram tillögu ha og gera svona atkvæði ha sem þeir gerðu en svo lásu kennararnir tillöguna og felldu hana og ég hélt áfram að segja það sem þú sagðir mér að segja, engin afskipti en svo vilja þeir ekki gera eins og ég segi."
- ,,Halldór þetta er alvarlegt mál. Kallaðu saman fund og skammaðu þá settu lög eða eitthvað."
- ,,En..."
- ,,Ekkert enn gerðu þetta bara"
- ,,Já Davíð þú veist alltaf hvað á að gera. Á ég ekki að fá menntamálaráðherra með á fundinn. Hún á nú að vera yfir þessu?"
-,, Nei það er ekki hægt að kalla inn puntdúkkur þegar sannreynt er að enginn hlýðir. Ég utanríkisráðherra mæti."
-,, Þú? Það er náttúrulega fínt, það hlusta allir á þig."
- ,, Það sér það hver maður að utanríkismál og kjarasamningar kennara eru undir sama embætti."
- ,, Takk Dabbi minn, við reddum þessu"
- ,,Ekkert bull- ég kippi þessu í liðinn."
- ,,Einmitt takk, sjáumst á fundinum á morgun."
- ,,Hresstu þig nú við Dóri minn, ég fæ þá til að hlýða, lagasetning! ég hef gert það áður."
- ,,Takk Dabbi bless."