sunnudagur, nóvember 14, 2004

jasveisvei

Það kom að því að pönkarinn í mér reis upp á afturfæturnar og sagði stopp við olíufélögin. Því brunaði ég á næstu bensínstöð fyllti tankinn og keyrði hratt í burtu. Pönkarinn í mér er ekki athugull og því var hringt í foreldrahúsin og ég skömmuð. Því neyddist ég til að keyra aftur (gerði það þó löturhægt) á bensínstöðina og borga fyrir mig. Háöldruð móðir mín var meðsek í þessu athæfi. Ekki þótti mér það verra hún hefur eflaust lent verr í samráðinu en ég.

Ég hef líka verið þátttakandi í verkfalli voru og morgundagurinn er fyrsti opinberi dagurinn minn í borgaralegri óhlýðni. Ég vissi að við Gandhi myndum finna tóninn saman þó seint sé.

Svona ef vantar þá er ég alveg til í að taka þátt í frekari aðgerðum fyrir aðra ef allt stefnir í lélega mætingu. Allt fyrir stemmninguna. Eitthvað verður maður að geta sagt annarra manna barnabörnum.

jatja sveisvei
Olíuynjan mikla frá Kasmír