mánudagur, janúar 31, 2005

Ef ynjan góða væri slagorð væri útkoman á þessa leið;

leti er dyggð!

Illu er best slegið á frest!

Í þessu letikasti sínu rakst ynjan á gamla dagbók og blaðaði aðeins í gegn. Þar stóð... eitt af því sem ég hef loksins lært er að slaka á og njóta þess að gera ekki neitt...
Nú fimm árum seinna er latynjan komin með mastersgráðu í afslöppun og gerir sig klára í að fá prófessor stöðu í leti.

Kannski að áðurnefnd menntun hennar útskýri óhemjudugnað í blogginu sem mun hér eftir flokkast undir fagleg vinnubrögð.

geisp