miðvikudagur, september 29, 2004

,,játuðu að hafa kastað þorski"

var titill á stuttri frétt á mbl.is. Ég hef óljósan grun um að mennirnir verði sektaðir fyrir vikið. Því játa ég það að ég hef kastað þorski, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, ég hef meir að segja gerst sek um að kasta þorski í mann. Svo hló ég kvikindislega á eftir og fékk keilu í hausinn fyrir. Innilega vona ég að yfirvöld landsins sekti mig ekki eða dragi mig fyrir dóm og geri alheimi ljóst að ég sé þorskaþeytir á eftirlaunum.

Ætli það sé ekki best að fara í felur.

mánudagur, september 27, 2004

Ég er að spá í að flýja upp í rúm og lesa bók, hunsa umheiminn og láta eins og ég hafi hreinlega ekkert að gera, ekkert að læra og þaðan af síður að mikið sé um verkefnaskil.

Don Kíkóti, Djöflarnir, Fávitinn, Kristnihald undir Jökli, 101 dagur í Bagdad, Íslendingasögur og fleiri og fleiri titlar sem koma til greina. Best að geyma þá til efri áranna, það þýðir víst ekki að vera tossi alla sína ævi.

Seinna seinna er hættuleg hugsun því hver veit nema að manni endist ekki vikan og nái aldrei að lesa þessar bækur.

Jafnframt er örlítið hættulegt að ætla sér að gera allt í dag og ekki seinna. Sá kostur er stressandi.

Ætli sé ekki best að leggjast því upp í sófa og lesa Vikuna, fá ekki móral yfir neinu en fá góð ráð til að losa sig við aukakílóin og fílapenslana.föstudagur, september 24, 2004

Ég var í sakleysi mínu að versla í dag á háannatíma. Ég lagði bílnum í rólegheitum, sté út og mér til furðu sá ég að í bílnum við hliðina á mér, lá um árs gamalt barn í bílnum, eitt sofandi. Fljótlega sá ég konu rétt við bílinn og hugsaði ekki meira út í það, ályktun var tekin um að þetta væri móðirin, hún í smók eða að tala í símann eða eitthvað í þá áttina og væri hjá unganum. Því fór ég áhyggjulaus að versla. Bankaði í eplin af kostgæfni og valdi í kvöldmatinn. ÞRJÁTÍU mínútum seinna kem ég að bílnum mínum og barnið er enn eitt í bílnum, reyndar ekki sofandi lengur og ályktuð móðir hvergi nærri. Ég stoppa hjá verslings barninu og fer að reyna að tala eitthvað við það svona til að stoppa orgið sem gekk á endanum (JS tækni Lilli kom að góðum notum), barnið þagnar og sofnar svo aftur úrvinda. Ég fékk það ekki af mér að fara frá barninu og var að spá hvort ég ætti að hringja í nærliggjandi verslanir og láta kalla móðirina upp en gerði ekki. Því beið ég með barninu.........svo kom móðirin. Ég vissi að barnið hafði verið eitt í bílnum í a.m.k. 45 mínútur og var bara svei mér þá gott ef ekki jú ég held það bara agndofa af hneykslun.
Ynja: ,,Barnið grét mikið svo ég ákvað að hinkra"
,, Hún er sofnuð núna!" sagði umhyggjusama móðirin og settist inn í bíl.

Einmitt. Flott hjá þér!

__

Ég sannreyndi rétt í þessu að það er lítið mál að sporðrenna 3 kg af gulrótum á örfáum mínútum, sér í lagi ef þær koma frá þessari ágætu konu.

´Góða helgi

Barnlausa konan

mánudagur, september 20, 2004

Ég fékk kvart yfir bloggleti, lofaði að taka mig á, gerði það ekki og nú hefnist ranglæti mitt með því að tölvan hefur tvívegis strokað út færslur mínar. Ekki vottur af biturð hér

Nenni ekki að rob´essu út í svo hér eru stikkorð

- helgi á seyðisfirði, allra meina bót!
- aksturinn þangað ekki jafnhollur!
- Krybban í lélegu skyggni gladdi mann þó
- Krybban var líka svolítið leiðinleg.
- Aksturinn til baka betri
- Nýrnasteinar eftir öxi
- hringvegurinn
- gjaldþrot eftir hringinn
- Mikil leit að réttum meðleigjanda, þarf að vera grábröndóttur, loðinn og ,,hress"
- Kattarkvikindið má vera undirförult
- MT 4, afhending í 1.nóv....þrefalt húrra !!!!..........Húrra húrra húrra (tekið er á móti frjálsum framlögum :&


- Lifið í lukku, krukku og með hrukku

Ynjan hemmigunn

sunnudagur, september 12, 2004

Svona er þetta bara, ekkert við þessu að segja.

Þannig er það.

miðvikudagur, september 08, 2004

Dagur í lífi frosks

Gatnamálastjóri leggur sig fram við að eyðileggja gatnamálin í hverfinu hjá ynjunni eingöngu til að gera henni lífið leitt.

Skólar byrja á nóttunni einungis til þess að ljónynjan sé fúl.

MS selur myglað skyr til að eitra fyrir greifynjunni.

Fasteignasalinn okrar á eftirlætiseign hertogaynjunnar.

Tölvuþrjótar senda vírusa með millinafninu mínu til þess eins að koma höggi á ásynjuna

tölvukubburinn stýrir athyglisbrestinum sem veldur því að apynjan missir eitthvað miður gáfulegt út úr sér.

breima köttur sest að fyrir utan svefnherbergisgluggann og veinar bara þegar forynjan þarf svefn hinna réttlátu

sumir dagar ættu bara ekki að koma.


mánudagur, september 06, 2004

búkkalúbúkkalúbúkkalúbúkkalúbúkkalúhú

við hlökkum svo til, okkur hlakkar svo til er einhvernveginn farið að hljóma alltaf betur og betur.

Grimmd mannfólksins á sér ekki nokkur takmörk, ynjan á að mæta um miðja nótt í kennslustund hjá alltof hressu fólki og fylgjast með orðagljáfri. Til að toppa ósvífnina var þess krafist að forynjan væri lesin fyrir næsta tíma! Minn tími mun koma!!!!!!!!!!!

afhverju er lítill munur á 12-14 en heilmikill munur á 60-70?miðvikudagur, september 01, 2004

Bríet Spjót fékk mig til að gleyma sumari hinna miklu sekta eitt augnablik og ég þeysti áfram á óábyrgum hraða, eitt augnablik svona þangað til vatnsenda-Rósu vísurnar fóru að hringja í hausnum á mér.

Stundum fæ ég keðjubréf sem er gaman að skoða en ég get aldrei sent eitthvað svona áfram og geri sjaldnast og því gerði ég mér grein fyrir því svona skyndilega og allt í einu alveg mér að óvöru að mín bíða áratugir af ógæfu því ég hef ekki sent nóg af pósti. Arg, ég get svo sem gengið um og játað syndir mínar og voðaverk og tekið út mína refsingu í ógæfu en er það slík synd að áfram senda ekki póst að manns bíði þriggja ára ógæfa, lauslega taldist mér til að líkast til myndi ég ekki sjá sólina fyrr en viku eftir áætlaðan dauðadag. Þó get ég alltaf huggað mig við það hve huggulegt líf mitt væri ef ég væri ekki undir álögum.

Mér finnst bankakonan falleg konan og íbúðalánasjóður fríður.