miðvikudagur, september 01, 2004

Bríet Spjót fékk mig til að gleyma sumari hinna miklu sekta eitt augnablik og ég þeysti áfram á óábyrgum hraða, eitt augnablik svona þangað til vatnsenda-Rósu vísurnar fóru að hringja í hausnum á mér.

Stundum fæ ég keðjubréf sem er gaman að skoða en ég get aldrei sent eitthvað svona áfram og geri sjaldnast og því gerði ég mér grein fyrir því svona skyndilega og allt í einu alveg mér að óvöru að mín bíða áratugir af ógæfu því ég hef ekki sent nóg af pósti. Arg, ég get svo sem gengið um og játað syndir mínar og voðaverk og tekið út mína refsingu í ógæfu en er það slík synd að áfram senda ekki póst að manns bíði þriggja ára ógæfa, lauslega taldist mér til að líkast til myndi ég ekki sjá sólina fyrr en viku eftir áætlaðan dauðadag. Þó get ég alltaf huggað mig við það hve huggulegt líf mitt væri ef ég væri ekki undir álögum.

Mér finnst bankakonan falleg konan og íbúðalánasjóður fríður.