,,játuðu að hafa kastað þorski"
var titill á stuttri frétt á mbl.is. Ég hef óljósan grun um að mennirnir verði sektaðir fyrir vikið. Því játa ég það að ég hef kastað þorski, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, ég hef meir að segja gerst sek um að kasta þorski í mann. Svo hló ég kvikindislega á eftir og fékk keilu í hausinn fyrir. Innilega vona ég að yfirvöld landsins sekti mig ekki eða dragi mig fyrir dóm og geri alheimi ljóst að ég sé þorskaþeytir á eftirlaunum.
Ætli það sé ekki best að fara í felur.
var titill á stuttri frétt á mbl.is. Ég hef óljósan grun um að mennirnir verði sektaðir fyrir vikið. Því játa ég það að ég hef kastað þorski, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, ég hef meir að segja gerst sek um að kasta þorski í mann. Svo hló ég kvikindislega á eftir og fékk keilu í hausinn fyrir. Innilega vona ég að yfirvöld landsins sekti mig ekki eða dragi mig fyrir dóm og geri alheimi ljóst að ég sé þorskaþeytir á eftirlaunum.
Ætli það sé ekki best að fara í felur.
<< Home