mánudagur, maí 21, 2007

Þeir fiska sem róa

Þeir fiska sem róa
Það snjóar.

Bara svona eins og ekkert sé sjálfsagðara kyngir niður snjó í bakgarðinum hjá mér. Eflaust annars staðar líka.

Maí

Hvað varð um allt talið að sumarið væri komið og blómin að spretta? Er það bara fyrir bí?

Eða eru jólin kannski komin?

Treysti á blankalogn, 15 stiga hita og sólskin 21.desember næstkomandi.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Draumahús er ekkert æðislegt hús
og engu skemmtilegri fasteignasala

mánudagur, maí 07, 2007

Sjö stiga hiti

Því segi ég skál fyrir Fróni og Fjölni og allt það!
Og fyrir þeim snjöllum sem þar hafa skrimt og hrokkið.
Við minnumst Ingólfs Arnarsonar í veislum,
en óskum þess að skipið hans - það hefði sokkið


söng Megas um árið og ég sönglaði á Reykjanesbrautinni í góðum félagsskap.

Skál

fimmtudagur, maí 03, 2007

Ég sit á flugvellinum í Hong Kong og hlusta á karaókí. Söngkonan er með Helenuhristur og virðist ekki alveg ná taktinum, held ég, er svo sem ekki sú taktvissasta.

Flugvélin bíður mín, hliðinu lokar fljótlega. Ætla mér margt annað en að missa af þessu flugi. Kemur ekki til greina.

Og svo kviss búmm bang. Eftir tæpan sólarhring verð ég spennta barnið á flugvellinum að bíða eftir Ljóninu.

Sem sagt í Evrópu.

Yfirmáta þakklát fyrir flugvélarnar og nútímasamgöngur, færi ég upp á gamla mátann kæmi ég heim með haustinu.