þriðjudagur, júní 28, 2005

Drekinn frá Kasmír

Líkast til verður ynjan drekinn fljótlega. Það er gott að vera dreki.

laugardagur, júní 25, 2005

Engu síður er mjög gaman í vinnunni, þó margir standi að baki mér og fáir á bak við mig.

Hef reynt að sinna krabbameinssjúklingnum eftir bestu getu og það tekur alltaf á að vera með veikan og dauðvona einstakling inn á heimilinu, hann kvartar ekki en stundum eru augun í ynjunni vot. Hef ekki enn reynt að fá lúpínuseyði en sé til hvað verður.

Annars er ég fyrirmyndar freyja þessa dagana og sit við saumar.

Allt í takt við yndishlýja sumarið

þriðjudagur, júní 14, 2005

Ynjan kom niður af Esjunni, heil á hófi.

þriðjudagur, júní 07, 2005

Allt að gerast

Ynjan arkaði galvösk á nýja vinnustaðinn, tilhöfð, til móts við starfsmannastjórann. Þau höfðu mælt sér mót stundvíslega klukkan tvö og ynjan hafði sett met í málingarvinnu andlits síns og klæðaburðurinn flekklaus, smekklegur hvorki of hátíðlegur né hippískur.
Hún beið afstöppuð í anddyrinu, sólin skein og ekkert gat skyggt á þennan happadag. Hún brosti vingjarnlega til allra sem gengu fram hjá og uppskar alltaf breitt bros og stundum eilítið glott. Ynjan var ekki lengi að átta sig á því að þetta væri vinnustaður þar sem vel væri tekið á móti fólki og húmorinn án efa ekki langt undan.
Þá sér hún starfsmannastjórann skeiða í átt til sín og ákveður að kíkja eitt augnablik í spegillinn og sannreyna dýrðarljóma sinn. Þá réttir maðurinn fram hönd sína og bíður hana velkomna. Af hverju ynjan var steinrunnin svona akkurat þegar hann heilsaði henni er vonandi óupplýst.
Ynjan varð, sér til mikillar skelfingar, að taka þéttingsfast í hönd mannsins, brosa vandræðalega, snúa sér undan og renna upp buxnaklaufinni.

Það tók ynjuna ekki nema tvær klukkustundir að ná roðanum úr andlitinu, vonandi tók enginn eftir rennilásnum sem þorir að segja frá því.

fimmtudagur, júní 02, 2005

Lífið er ljúft þessa dagana, svo ljúft að maður nennir ekki að hlusta á ,,við erum öll að deyja" hræðsluáróðurinn. Ég er hrædd um að ég sé bara nokkuð sátt með sumarið, útskriftina og nýju vinnuna. Kannski ekki hrædd bara smeyk.