Allt að gerast
Ynjan arkaði galvösk á nýja vinnustaðinn, tilhöfð, til móts við starfsmannastjórann. Þau höfðu mælt sér mót stundvíslega klukkan tvö og ynjan hafði sett met í málingarvinnu andlits síns og klæðaburðurinn flekklaus, smekklegur hvorki of hátíðlegur né hippískur.
Hún beið afstöppuð í anddyrinu, sólin skein og ekkert gat skyggt á þennan happadag. Hún brosti vingjarnlega til allra sem gengu fram hjá og uppskar alltaf breitt bros og stundum eilítið glott. Ynjan var ekki lengi að átta sig á því að þetta væri vinnustaður þar sem vel væri tekið á móti fólki og húmorinn án efa ekki langt undan.
Þá sér hún starfsmannastjórann skeiða í átt til sín og ákveður að kíkja eitt augnablik í spegillinn og sannreyna dýrðarljóma sinn. Þá réttir maðurinn fram hönd sína og bíður hana velkomna. Af hverju ynjan var steinrunnin svona akkurat þegar hann heilsaði henni er vonandi óupplýst.
Ynjan varð, sér til mikillar skelfingar, að taka þéttingsfast í hönd mannsins, brosa vandræðalega, snúa sér undan og renna upp buxnaklaufinni.
Það tók ynjuna ekki nema tvær klukkustundir að ná roðanum úr andlitinu, vonandi tók enginn eftir rennilásnum sem þorir að segja frá því.
Hún beið afstöppuð í anddyrinu, sólin skein og ekkert gat skyggt á þennan happadag. Hún brosti vingjarnlega til allra sem gengu fram hjá og uppskar alltaf breitt bros og stundum eilítið glott. Ynjan var ekki lengi að átta sig á því að þetta væri vinnustaður þar sem vel væri tekið á móti fólki og húmorinn án efa ekki langt undan.
Þá sér hún starfsmannastjórann skeiða í átt til sín og ákveður að kíkja eitt augnablik í spegillinn og sannreyna dýrðarljóma sinn. Þá réttir maðurinn fram hönd sína og bíður hana velkomna. Af hverju ynjan var steinrunnin svona akkurat þegar hann heilsaði henni er vonandi óupplýst.
Ynjan varð, sér til mikillar skelfingar, að taka þéttingsfast í hönd mannsins, brosa vandræðalega, snúa sér undan og renna upp buxnaklaufinni.
Það tók ynjuna ekki nema tvær klukkustundir að ná roðanum úr andlitinu, vonandi tók enginn eftir rennilásnum sem þorir að segja frá því.
<< Home