miðvikudagur, maí 18, 2005

Ekki í boðinu

Gaurinn á efri hæðinni bankaði uppá hjá mér í dag og spurði hvort það væri ekki í lagi að hann tæki vatnið af í 5 mínútur. Þar sem ég þykist þekkja iðnaðarmenn lagði ég við uppgefin tíma 55 mínútur og taldi mig geta lifað þetta af.
Svo leið og beið og ekkert stóðst, ég hef sjaldan þurft eins mikið að pissa, tannbursta mig, setja í vél, vaska upp, hella upp á könnuna og akkurat þegar ekkert var vatnið.
Nú þegar vatnið er komið má þetta allt bíða