föstudagur, apríl 01, 2005

Föstudagur til frægðar

..eða var það til frama eða frádráttar? Blessunarlega held ég að frægðin banki ekki upp á í dag, skilst að hún hafi villst einhversstaðar í 101 og sitji þar á bar nokkuð áttavillt.

Föstudagar eiga að vera góðir dagar, þar sem afkastagetan er í hámarki, getan er til staðar en afköstin eru eitthvað minni.

Fyrsti apríl í dag, ég byrjaði daginn á því að mæta klukkustund of snemma í vinnuna sem er ágætisbyrjun á degi fyrir flesta aðra en mig. Ég er enn að spá hvort maður eigi að láta hafa sig upp í smára að horfa á Bobby í tilefni dagsins! Mér finnst að fólk hefði átt að fjölmenna til að undirstrika þá afstöðu að fiskamálið sé lítið annað en snemmkomið og langt aprílgabb.

Ég ætla að reyna að vera góð við fólk í dag, ekki gabba það enda virðist tískan ganga út á það að útrýma prökkurum

Góða helgi