miðvikudagur, mars 16, 2005

Ynglingar

ég hélt að það væri ekkert mál að umgangst unglinga í hópum og var ein af fáum sem ekki hafði trú á vænlegum heilaskaða af samvistum við þá. En nú er allt breytt. Ég nálgaðist þessi unglingsgrey í c.a. tvo tíma í gær og reyndi eftir bestu getu að missa það ekki á þau. Ekki það að þau voru að gera eitthvað af sér heldur mösuðu þau og töluðu og misstu út úr sér óheppileg orð,nenntu ekki gátu ekki og vitnuðu að lokum í barnasáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi sín.
En öll voru þau að gera sitt besta sitt allra besta. Margir höfðu undirbúið sig það var augljóst en sumir höfðu lagt meiri áherslu á samvinnuna og samræmt vinnubrögð.
Í fyrstu áttaði ynjan sig engan veginn á því afhverju unglingar tveir þurftu að hafa svona mikið augnsamband og furðaði sig á því hve opin samkynhneigð væri í grunnskólum, svo mikil að ekki var hægt að geyma ástaraugngoturnar í einu skitnu prófi. Svo þegar þær fóru að lyfta upp hendi og gefa písmerki og annað morsmerki áttaði ynjan sig á að líkast til voru þær ekki að skipuleggja stefnumót um kvöldið. Hvað átti til bragðs að taka?
Ynjan settist milli ynglinganna sem þá aðeins einbeyttu sér að verkefninu en voru ekkert of veðraðar af nærveru hennar og gáfu aftur leynimerki.
Ynjan er orðin það gömul að hún nennir ekki að gera veður útaf einhverri samstöðu.
Þær stöllur átta sig þó fljótlega á því að þær voru með sitthvort prófið og samstaðan því til einskis.