mánudagur, mars 14, 2005

Þegar til lengri tíma er litið er lítill tími ekki neitt en þegar maður horfir til skemmri tíma getur biðin verið allt að því óendanleg. Óendanleg bið er óbærileg og þegar biðin er orðin óbærileg er sem hún sé óendanleg. Ekki það að biðin sé óþægileg heldur helst til lengi að líða. Maður segist ætla að doka en hinkrar og svo er maður farinn að bíða og þá er maður kominn í hring. Slappaðu af því þegar til lengri tíma er litið er þetta rétt handan við hornið. Handan við hornið er nokkuð teygjanlegt þar sem handan við hornið fer allt eftir því hvar maður býr og hvaða horn er verið að tala um. Er verið að tala um hornið á húsinu, götunni eða bænum eða bara eitthvað allt annað horn sem allt eins gæti verið á Huppu gömlu og ekki veit maður í hvaða sveit hún er núna. Búi maður í hringlóttu húsi er ekki lifandi leið að fara handan hornsins og því er gengið í hringi.

Í hringi.