Kæra Siv
Þannig er með ynjuna að hún þekkir nokkuð til alkóhólisma og óhóflegrar áfengisdrykkju og kynni hennar af þeim görótta drykk oft ekki góður. Svo hefur verið að áfengið hefur valdið henni hugarangri, angist og áralöngum kvíða. Ynjan er ekki sú eina sem hefur nokkuð bitur kynni af áfengi.
Ynjan hefur setið á kaffihúsi eða veitingastað og drukkið óhóflega og orðið sjálfum sér og öðrum til skammar. Hún er ekki sú eina í þeim hópi.
Gott ef ynjan veit ekki til þess að fólk hafi verið á kaffihúsum og sest undir stýri, keyrt og skaðað sjálfan sig og aðra.
Ynjan hefur horft upp á drukkið fólk áreita annað fólk og jafnvel starfsfólk þannig að það valdi vanlíðan og jafnvel skaða. Hún veit jafnvel af tilfellum þar sem að fólk hefur setið næturlangt á ölstofum, gengið þaðan út og gengið alvarlega í skrokk á öðru fólki þannig að fórnarlambið hefur ekki boðið þess bætur. Sumir hafa látist af sárum sínum. ´
Ynjan veit af fólki sem með óhóflegri drykkju hefur valdið sjálfum sér óbætanlegum skaða og látið lífið rakið beint/óbeint til áfengis.
Ynjan hefur heyrt af konum sem drekka meðan þær ganga með barn þannig að barnið fæðist með sérstakt heilkenni kallað alcoholsyndrom.
Hér er rekin meðferðarstöð fyrir áfengissjúklinga sem sífellt þarf meiri pening sem ekki er til.
Kæra Siv í ljósi umhyggju þinnar fyrir fólki og í ljósi þess að þú treystir ekki fólki til að bera ábyrgð á gjörðum sínum ætla ég að fara þess á leit við þig að þú bannir áfengi á veitinga og skemmtistöðum, opinberum vettvangi og í fjölmennum veislum. Gott væri ef bannað væri að hafa áfengi þar sem 18 ára og yngri eru innan kílómeters fjarlægð. Þannig er hægt að koma í veg fyrir mikinn skaða, veitingafólk verður ekki fyrir áreiti, börn kvíða ekki drykkju foreldra sinna. Ölvunarakstur ætti að vera úr sögunni. Hefðbundinn bömmer frá, framhjáhald mun líkast til minnka, einhverjar nauðganir eru úr sögunni, ákveðið ofbeldi fer, skorpulifur minnkar sem og aðrir heilsukvillar. Tala nú ekki um útgjöldin sem sparast hjá ríkissjóði við að bjóða eingöngu upp á kaffi og djús í helstu veislum. Hægt væri að leggja niður SÁÁ.
Það sér það hver maður hve miklar umbætur þetta hefur í för með sér. Hér þarf að hugsa fyrir almenning því hann veit ekki af skaðanum og gerir ekkert í þessu.
Siv hugsaðu nú fyrir landið og leggðu fram frumvarp um að banna áfengi á skemmtistöðum og veitingahúsum. Þá verður heimurinn mikið betri.
Virðingarfyllst
Vínynjan
...eða hefur verið reynt að banna áfengi og lét fólkið ekki segjast?
Þannig er með ynjuna að hún þekkir nokkuð til alkóhólisma og óhóflegrar áfengisdrykkju og kynni hennar af þeim görótta drykk oft ekki góður. Svo hefur verið að áfengið hefur valdið henni hugarangri, angist og áralöngum kvíða. Ynjan er ekki sú eina sem hefur nokkuð bitur kynni af áfengi.
Ynjan hefur setið á kaffihúsi eða veitingastað og drukkið óhóflega og orðið sjálfum sér og öðrum til skammar. Hún er ekki sú eina í þeim hópi.
Gott ef ynjan veit ekki til þess að fólk hafi verið á kaffihúsum og sest undir stýri, keyrt og skaðað sjálfan sig og aðra.
Ynjan hefur horft upp á drukkið fólk áreita annað fólk og jafnvel starfsfólk þannig að það valdi vanlíðan og jafnvel skaða. Hún veit jafnvel af tilfellum þar sem að fólk hefur setið næturlangt á ölstofum, gengið þaðan út og gengið alvarlega í skrokk á öðru fólki þannig að fórnarlambið hefur ekki boðið þess bætur. Sumir hafa látist af sárum sínum. ´
Ynjan veit af fólki sem með óhóflegri drykkju hefur valdið sjálfum sér óbætanlegum skaða og látið lífið rakið beint/óbeint til áfengis.
Ynjan hefur heyrt af konum sem drekka meðan þær ganga með barn þannig að barnið fæðist með sérstakt heilkenni kallað alcoholsyndrom.
Hér er rekin meðferðarstöð fyrir áfengissjúklinga sem sífellt þarf meiri pening sem ekki er til.
Kæra Siv í ljósi umhyggju þinnar fyrir fólki og í ljósi þess að þú treystir ekki fólki til að bera ábyrgð á gjörðum sínum ætla ég að fara þess á leit við þig að þú bannir áfengi á veitinga og skemmtistöðum, opinberum vettvangi og í fjölmennum veislum. Gott væri ef bannað væri að hafa áfengi þar sem 18 ára og yngri eru innan kílómeters fjarlægð. Þannig er hægt að koma í veg fyrir mikinn skaða, veitingafólk verður ekki fyrir áreiti, börn kvíða ekki drykkju foreldra sinna. Ölvunarakstur ætti að vera úr sögunni. Hefðbundinn bömmer frá, framhjáhald mun líkast til minnka, einhverjar nauðganir eru úr sögunni, ákveðið ofbeldi fer, skorpulifur minnkar sem og aðrir heilsukvillar. Tala nú ekki um útgjöldin sem sparast hjá ríkissjóði við að bjóða eingöngu upp á kaffi og djús í helstu veislum. Hægt væri að leggja niður SÁÁ.
Það sér það hver maður hve miklar umbætur þetta hefur í för með sér. Hér þarf að hugsa fyrir almenning því hann veit ekki af skaðanum og gerir ekkert í þessu.
Siv hugsaðu nú fyrir landið og leggðu fram frumvarp um að banna áfengi á skemmtistöðum og veitingahúsum. Þá verður heimurinn mikið betri.
Virðingarfyllst
Vínynjan
...eða hefur verið reynt að banna áfengi og lét fólkið ekki segjast?
<< Home