laugardagur, febrúar 26, 2005

Genatískt hef ég enga sérstaka þrá til þess að klæðast galakjólum, óháð genum hef ég enga þörf fyrir þessháttarkjóla. Almennt man ég ekki eftir þessari ekki löngun minni. En minni þörf hef ég fyrir það að ganga með uppstoppað gæludýr um hálsinn og enn síður hef ég löngun til að blanda saman kjól og gæludýri.
Ósmekklegt er orðið sem kom í hugann. Virkilega ósmekklegt. Stundum langar mig að vera svona ,,prosprayer" en ég hef ekki kjark í slíkar verslunarferðir. Svo held ég að markaðurinn sé heldur lítill hérna. Verði þessi löngun óbærileg æfi ég mig í kolaportinu.

Æfingin skapar meistarann!

Einn daginn verð ég ekki huglaus hæna! Einn daginn verð ég ekki huglaus, einn daginn verð ég ekki huglaus.