mánudagur, mars 28, 2005

Þá er hátíðarofátið frá og við tekur hversdagslegt ofát aftur. Það er gott að umbuna verslanir reglulega á frídögum og blóta svo í hljóði yfir blankheitunum.

Ynjan hefur lengi talið sig ofurmenni sem getur tuskað hvað kött sem er. Því dreif ynjan sig upp á eyju í Breiðafirði og ætlaði aldeilis að láta sig húrra fram af eins og súpermanni sæmir. Skrítið með súpermann við Þormóðssker, fæturnir gáfu sig hreinlega og neituðu að ferja hetjuna niður. Það var ekki fyrr en löngu seinna eða um það leiti sem hún sá fram á að vera skilin eftir að hún lét sig falla niður. Af tvennu illu þá var verra að skríða aftur niður. Þennan hetjuatburð taldi ynjan gleymdan og innan trúnaðarvébanda kafaranna. Ónei, víst eru til myndavélar sem geta tekið video! Svo þegar líða fór á kvöldið var það helsta skemmtan heimamanna og annarra að horfa á yngismeynna garga eins og stunginn grís í fríu falli. Aftur og aftur og aftur og aftur. Einhvern veginn finnst henni eins og enginn hafi skemmt sér við að horfa á þetta eða var ynjan bara súr?