mánudagur, apríl 11, 2005

Ritstíflan

hefur hrjáð mig allt of lengi.
Það virðist vera alveg sama hvað ég horfi lengi á þetta lyklaborð, orðin koma ekki. Þetta hrjáir mig líka þegar ég horfi á lokaritgerðina mína.
Enn þann dag í dag hefur mér ekki orðið orðavant ,,á vettvangi".
Líkast til er gott að síminn minn sé einlínumarkaður núna.

Atvinnumálin eru öll að skýrast og spennandi tímar fram undan.

Annars eru allir í MT52 sáttir og glaðir, mettir og malandi.
Lynja