miðvikudagur, apríl 15, 2009

Flesta daga hugsa ég um hvað ég get skrifað á bloggið sem snýst ekki um líf mitt sem móðir. Ég reyni stanslaust að muna eftir einhverju sem hefur ekkert að gera með taugaveiklað móðurhlutverk mitt. Gengur illa. Tvennt kemur til. Ég er að mestu taugaveikluð húsmóðir og ég man ekkert stundinni lengur. Góð blanda?

Páskahelgin var mjög ljúf. Við lágum ekkert í leti. Reyndar lágum við óþarflega lítið í rúminu. Eftir að Lea litla kom er ræs um sjö. Ef við erum heppin sex. Sofa út er til átta, hálfníu er aðeins minning um gamla tíma.

Við fórum að heimsækja eldri bróður minn í Búðardal. Rétt áður en við lögðum í Bröttu brekku hringd´ann. Ekkert kjöt sem konunnin hugnaðist til í Búðardal. Hvernig getur það hent á páskadag, í Bröttu brekku og allt lokað? Vonbrigðin voru gífurleg. Nú var að keyra aftur til Reykjavíkur eða svelta.

Eftir smá pepp ákváðum við að hringja. Hringdum á sveitabæ innst í Haukadalnum. Kynntum okkur með nafni. Eftir smá hjal og rop og vandræðalega þögn stumraði ég erindinu upp úr mér:

Eigið þið nokkuð lambakjöt handa okkur?

Sem betur fer var smá spotti á bæinn sem betur fer. Þau sáu aldrei hve skömmustuleg ég var. Nóg var samt hlegið. Ég var sem betur fer ekki kölluð ,,reykvíkingur" eða eitthvað þaðan af verra. Ég skammaðist mín samt.

Maturinn var ljúfur og félagsskapurinn líka. Lea litla sátt við allt nema bílferðina.