laugardagur, nóvember 29, 2008

Það er ótrúlega gott fyrir hugann að henda gömlum ofnum. Taka þunga bitana, ganga að bláa gámnum, henda og endurtaka þetta allt of oft.
Ég hef hvergi annarsstaðar verið spurð að því hvort ég sé bankastarfsmaður, annarsstaðar en þar. Kannski eru allir bankastarfsmenn rjóðir í kinnum og horfa með eftirsjá á eftir ónýtum ofnunum.

sunnudagur, nóvember 16, 2008

Edda kemur ekki til með að stoppa hjá mér. Nenni ekki að afsaka bloggleti mína.

Dagarnir þeysa áfram. Litla ljós stækkar og dafnar. Hún gengur um allt og segir nei, sem er ekkert sérlega krúttlegt. Hún spígsporar um með tudda og belju og segir ba ba (bra bra) og það er hinsvegar krúttlegt.

Ég fer í jólafrí um miðjan desember. Það verður gott að fá tíma til að einbeita sér að krúttinu en ég hlakka ekkert ofurmikið til- vinnan mín er nefnilega æðisleg.

Það er heitt í íbúðinni okkar núna, ég hafði ekki áttað mig á að ofnarnir virkuðu ekki. Mér hefur sem sagt verið kalt undanfarin ár. Vissi það bara ekki. Nýja vandamálið er að nú er of heitt. Vonandi lærir maður fljótt inn á þetta. Óþarfi að vera í svitameðferð rétt fyrir jólin.

Við Ljóni ætlum að drífa okkur í Ikea í desember. Jólin byrja víst þar. Gott að vita