miðvikudagur, maí 28, 2008

Nú er ráð að standa upp, inn í næstu bókabúð og kaupa nýjasta eintakið af Uppeldi

Uppeldi- svíkur engan

mánudagur, maí 19, 2008

Það var svo hressandi að labba Laugarveginn í dag og sjá lítinn miða fyrir utan LIGGA LÁ búðina þar sem kom fram að þar væri bæði gjafa- og skiptiaðstaða. Alveg undurfrábært! Kannski að árið 2008 verði árið sem að konur hætta að gefa brjóst inni á klósetti?

Svo er hressandi pistill hér
skyldulesning!

sunnudagur, maí 18, 2008

Ég verð að drífa mig út í aftur og svamla með selunum fimu
loki ég augunum sé ég þá fyrir mér - ég hef eiginlega ekki hugsað um annað en seli síðan þeir skoðuðu mig og ég þá.

Svo verð ég líka að drífa mig að drulla yfir Gerber áður en ég gleymi því. Selir borða ekki krukkumat sem betur fer.

Selir, selir, urtur, kópar, brimlar, urtur, selir, kópar, selir, gaman.

laugardagur, maí 10, 2008

Var ekki fyrsti maí í gær?
Ég ætlaði nefnilega að ná tökum á tímanum frá og með fyrsta maí.

Kannski hefnist mér fyrir að hafa skrópað í kröfugöngunni.