Morgun einn ekki fyrir svo löngu ætlaði ég að stíga á heimilisvigtina til að tryggja tárvotan dag. Mér til mikillar furðu var vogin horfin. Eftir nokkuð góða leit um heimilið settist ég niður og hætti að leita. Kvíði fyrir dómi vigtarinnar kom hvergi nærri þeirri tilfinningu sem heltist yfir mig.
Ég hef aldrei týnt vigt áður. Ég mundi ekki einu sinni til þess að hafa fært hana, nokkurn tíma. Hún er alltaf á sama stað, undir skápnum vaskmegin. Vigt á ekki að vera hægt að týna. Það hvarflaði heldur ekki að mér að einhver annar hefði hugsanlega tekið hana eða fjarlægt, svo handviss var ég um að hafa gloprað henni sjálf í algeru óminni.
Ég hef týnt flestöllu öðru og veit nánast aldrei hvar hlutirnir mínir eru þrátt fyrir mikinn vilja og margreynt skipulag. Ósjaldan gleymi ég því sem ég ekki týni (nú veit ég að hinir sem týna aldrei neinu og vita upp á hár hvar dótið þeirra er ætla að koma með eitthvað ráð sem virkar fyrir þá en það er gagnslaust, hef reynt öll trixin í bókinni nema að fá Einar Bárðar heim til mín).
Ófáar æskuminningarnar er ég að leita að einhverju, skammarminningarnar sem ég man eru flestar því ég hafði týnt einhverju. Kennararnir trúðu mér aldrei þegar ég sagðist hafa gleymt bókunum, töldu fyrir víst að ég hefði viljandi skilið þær eftir heima.
Leitin að lyklunum mínum er eilífðarverkefni sem maðurinn minn leysir æði oft fyrir mig, síminn er annað klassískt atriði. ÞAð er svo óþægilegt að týna öllu svona, ótrúlega óþægileg tilfinning og svo er afskaplega erfitt að útskýra að maður hafi ekki hugmynd um hvað varð af hinu eða þessu. Stöku sinnum reyni ég að taka æðruleysið á þetta en það dugir almennt skammt.
Verst var þegar uppþvottaburstinn hvarf í galtómu húsnæðinu.
Ég var að vinna fyrir vestan í sumar og fékk húsnæði til afnota.
Það var ekkert inni í íbúðinni. Ég var með rúm og sjónvarp, náttborð, sæng, borð, tvo stóla, tvo diska, tvö glös, tvo bolla, hnífapör, tvær tuskur, handklæði, viskastykki, tannkrem, hárbursta og þvottabursta. Svo voru þar gardínur og seinna púsl.
Svo einn daginn ætlaði ég að nota þvottaburstann, það var óvenjumikið uppvask - ég var með gest. En uppþvottaburstann var hvergi að finna.
Ég mundi vel að uppþvottabursti átti að vera í húsinu, ég hafði notað hann áður og lagt á nauðaómerkilegan stað svo ég gæti gengið að honum vísum. En það var sama hvar ég leitaði og hvað ég hugsaði um hvar hann gæti verið þá var ég alveg blank. Vel að merkja var íbúðin svo til tóm svo ekki þvældist fyrir manni að leita.
Ég hef enn þann dag ekki hugmynd um hvað varð um burstann en velti því reglulega fyrir mér hvað hafi orðið um hann. Hafi einhver verið að grínast og tekið burstann er ráð að gefa það uppi núna.
Ég lofa að hlæja.
Vigtin kom svo í leitirnar seinna um daginn sem betur fer.
Sem stendur hef ég ekki hugmynd um hvar svörtu buxurnar mínar eru, ég ætlaði að nota þær en finn þær ekki. Hef heldur ekki hugmynd um hvar lyklarnir eru en síminn er við hliðina á mér.
Ég hef aldrei týnt vigt áður. Ég mundi ekki einu sinni til þess að hafa fært hana, nokkurn tíma. Hún er alltaf á sama stað, undir skápnum vaskmegin. Vigt á ekki að vera hægt að týna. Það hvarflaði heldur ekki að mér að einhver annar hefði hugsanlega tekið hana eða fjarlægt, svo handviss var ég um að hafa gloprað henni sjálf í algeru óminni.
Ég hef týnt flestöllu öðru og veit nánast aldrei hvar hlutirnir mínir eru þrátt fyrir mikinn vilja og margreynt skipulag. Ósjaldan gleymi ég því sem ég ekki týni (nú veit ég að hinir sem týna aldrei neinu og vita upp á hár hvar dótið þeirra er ætla að koma með eitthvað ráð sem virkar fyrir þá en það er gagnslaust, hef reynt öll trixin í bókinni nema að fá Einar Bárðar heim til mín).
Ófáar æskuminningarnar er ég að leita að einhverju, skammarminningarnar sem ég man eru flestar því ég hafði týnt einhverju. Kennararnir trúðu mér aldrei þegar ég sagðist hafa gleymt bókunum, töldu fyrir víst að ég hefði viljandi skilið þær eftir heima.
Leitin að lyklunum mínum er eilífðarverkefni sem maðurinn minn leysir æði oft fyrir mig, síminn er annað klassískt atriði. ÞAð er svo óþægilegt að týna öllu svona, ótrúlega óþægileg tilfinning og svo er afskaplega erfitt að útskýra að maður hafi ekki hugmynd um hvað varð af hinu eða þessu. Stöku sinnum reyni ég að taka æðruleysið á þetta en það dugir almennt skammt.
Verst var þegar uppþvottaburstinn hvarf í galtómu húsnæðinu.
Ég var að vinna fyrir vestan í sumar og fékk húsnæði til afnota.
Það var ekkert inni í íbúðinni. Ég var með rúm og sjónvarp, náttborð, sæng, borð, tvo stóla, tvo diska, tvö glös, tvo bolla, hnífapör, tvær tuskur, handklæði, viskastykki, tannkrem, hárbursta og þvottabursta. Svo voru þar gardínur og seinna púsl.
Svo einn daginn ætlaði ég að nota þvottaburstann, það var óvenjumikið uppvask - ég var með gest. En uppþvottaburstann var hvergi að finna.
Ég mundi vel að uppþvottabursti átti að vera í húsinu, ég hafði notað hann áður og lagt á nauðaómerkilegan stað svo ég gæti gengið að honum vísum. En það var sama hvar ég leitaði og hvað ég hugsaði um hvar hann gæti verið þá var ég alveg blank. Vel að merkja var íbúðin svo til tóm svo ekki þvældist fyrir manni að leita.
Ég hef enn þann dag ekki hugmynd um hvað varð um burstann en velti því reglulega fyrir mér hvað hafi orðið um hann. Hafi einhver verið að grínast og tekið burstann er ráð að gefa það uppi núna.
Ég lofa að hlæja.
Vigtin kom svo í leitirnar seinna um daginn sem betur fer.
Sem stendur hef ég ekki hugmynd um hvar svörtu buxurnar mínar eru, ég ætlaði að nota þær en finn þær ekki. Hef heldur ekki hugmynd um hvar lyklarnir eru en síminn er við hliðina á mér.
<< Home