Mig mun ekkert bresta
Þarna stóð hún í kuldanum, rauða síða hárið hennar fallegt sem og alltaf. Hún brosti feimnislega til mín, við vissum hvorugar hvernig við áttum að vera. Ég man bara að ég dáðist að þokka hennar. Fas hennar er svo ljúft og yfirnáttúrulegt og íslenskt og hefur aðeins aukist og eflst með árunum. Þrátt fyrir kuldann úti og kulið í hjarta mínu, hlýnuðu hjartaræturnar við að sjá hana.
Ég sagði að mér þætti gaman að sjá hana og skammaðist mín samstundis. Ég kann ekkert að vera viðeigandi á svo erfiðri stundu. Líkast til hefði ég átt að segja að það væri gott að sjá hana eða takk fyrir komuna. Ískalt frostið hefði líka boðið upp á þögn. En mér þótti hvort tveggja gott að sjá hana og gaman.
Hún rétti fram bók og sagði hana handa mér og bætti við feimnislega ,,þú verður að fara varlega í þessa".
Ég tók við bókinni og saman gengum við í átt að kirkjunni. Ég ætlaði að tala meira við hana en áður en ég vissi af var fleira fólk komið, fleiri faðmlög og stundin farin.
Seinna -las ég bókina hægt og örugglega af þeirri virðingu sem hún krafði mig og af nærgætninni sem ég hafði verið beðin fyrir.
Nú tæpu ári eftir að ég hitti rauðhærðu konuna við kirkjuna er ég enn að lesa bókina, les hana aftur og aftur, stundum alla í beit -stundum bara eina síðu í einu. Af og til hugsa ég bara um að opna hana og hugsa um það sem stendur í henni.
Þessi bók var ekki upphafið og bókin er ekki endirinn. Hún er fylgihlutur - vegvísir sem gott er að styðjast við á þessari göngu. Göngunni sem hófst fyrir ári -
þegar armarnir fóru úr fjórum í þrjá, þegar fyrsta og elsta tréð féll.
Göngu sem ég vissi ekki að ég myndi feta, göngu sem er hvorki stutt né löng, fyrirfram útséð eða afmörkuð. Göngu sem vonandi verður aldrei jafn sár og þegar upp í hana var lagt.
Nú er frost og veðrið stillt- rétt eins og þegar við hittumst, ég og konan með rauða hárið. Núna er ég inni í hlýjunni með hafið og fjöllin fyrir augum mínum.
Ég veit ekki hvenær það verður en næst þegar ég hitti hana ætla ég að segja takk
og reyna að segja henni af einlægni, klaufskt og vandræðalega, hve gott það er að eiga þessa bók. Og hitt sem er betra að eiga vin eins og hana sem í fjarlægðinni veit hve nytsamleg slík bók er.
Líklegast er þó að næst þegar ég hitti hana verði ég hrædd um að missa kúlið og spyrji í sífellu hvort hún sé ekki hress.
Ég sagði að mér þætti gaman að sjá hana og skammaðist mín samstundis. Ég kann ekkert að vera viðeigandi á svo erfiðri stundu. Líkast til hefði ég átt að segja að það væri gott að sjá hana eða takk fyrir komuna. Ískalt frostið hefði líka boðið upp á þögn. En mér þótti hvort tveggja gott að sjá hana og gaman.
Hún rétti fram bók og sagði hana handa mér og bætti við feimnislega ,,þú verður að fara varlega í þessa".
Ég tók við bókinni og saman gengum við í átt að kirkjunni. Ég ætlaði að tala meira við hana en áður en ég vissi af var fleira fólk komið, fleiri faðmlög og stundin farin.
Seinna -las ég bókina hægt og örugglega af þeirri virðingu sem hún krafði mig og af nærgætninni sem ég hafði verið beðin fyrir.
Nú tæpu ári eftir að ég hitti rauðhærðu konuna við kirkjuna er ég enn að lesa bókina, les hana aftur og aftur, stundum alla í beit -stundum bara eina síðu í einu. Af og til hugsa ég bara um að opna hana og hugsa um það sem stendur í henni.
Þessi bók var ekki upphafið og bókin er ekki endirinn. Hún er fylgihlutur - vegvísir sem gott er að styðjast við á þessari göngu. Göngunni sem hófst fyrir ári -
þegar armarnir fóru úr fjórum í þrjá, þegar fyrsta og elsta tréð féll.
Göngu sem ég vissi ekki að ég myndi feta, göngu sem er hvorki stutt né löng, fyrirfram útséð eða afmörkuð. Göngu sem vonandi verður aldrei jafn sár og þegar upp í hana var lagt.
Nú er frost og veðrið stillt- rétt eins og þegar við hittumst, ég og konan með rauða hárið. Núna er ég inni í hlýjunni með hafið og fjöllin fyrir augum mínum.
Ég veit ekki hvenær það verður en næst þegar ég hitti hana ætla ég að segja takk
og reyna að segja henni af einlægni, klaufskt og vandræðalega, hve gott það er að eiga þessa bók. Og hitt sem er betra að eiga vin eins og hana sem í fjarlægðinni veit hve nytsamleg slík bók er.
Líklegast er þó að næst þegar ég hitti hana verði ég hrædd um að missa kúlið og spyrji í sífellu hvort hún sé ekki hress.
<< Home