sunnudagur, desember 09, 2007

Við sátum nokkur og gerðum konfekt um helgina.
Mér fannst konfektgerðin heppnast vel og félagsskapurinn góður. Svo ekki sé minnst á hve ljúffengt góðgætið var.

Jólatónlistin skapaði góða stemningu ,,gef ég henni ef ég nenni" jafnast á við þjóðsönginn á góðum degi.

Þegar gestirnir fóru horfði ég á magnið og hugsaði með mér að þetta myndi aldrei klárast fyrir jól.
Í dag horfi ég ofan í hálftóman dallinn og velti því fyrir mér hvað hafi orðið af því.

Skömm að segja frá því að góðgætinu hefur ekki verið deilt með gestum, mannsefnið hefur heldur ekki snert á molunum.

Fyrir þá sem eru fljótir þá verður konfekt með kaffinu í MT52 - meðan byrgðir endast þori ekki að lofa meiru.