miðvikudagur, desember 05, 2007

Mér finnst snjallt að menntamálaráðherra sjái tengsl milli lengdar kennaranáms og útkomu í Pisakönnun. Tvær flugur í einu höggi.
Ástæða þess að íslensk börn koma ekki betur út í Pisa er kennurum að kenna eða lengd náms þeirra. Svo er menntakerfið líka dýrt og það er kennurum að kenna líka.
Nú er lag að lengja námið og andæfa hugsanlegum launahækkunum kennara- þeir eiga hana ekki skilið. Best væri að fólk fengist til að vera fimm ár í skóla fyrir sömu laun og það hafði áður.

Íslensk börn eru líka of feit og til að taka á þeim vanda þarf átak í skólum landsins, kennararnir þurfa að taka sig á. Ekki að ástæða sé til að fría kennara ábyrgð, þeir bera þá ábyrgð að fræða nemendur sína um holla lífshætti og auðvitað eiga skólarnir að bjóða upp á hollan og staðgóðan mat.

En það hefur minnst með skólann að gera að íslensk börn eru of feit, svona eins og það hefur lítið með vinnustaði að gera að starfsmenn eru of feitir.

Eigi kennarar að bera fulla ábyrgð á öllu sem snertir líf barna er rétt að senda barnabæturnar og meðlagið í skólann.