Hún sefur vært í ógnarstóru rúminu og ég má halda aftur af mér að vera ekki í sífellu að laga sængina hennar eða koma henni betur fyrir. Mér þykir hálfóþægilegt að vita af henni einni og yfirgefinni, sofandi í svo stóru rúmi en hugga mig við að hún sefur í mömmu- og pabbarúmi. Þar hlýtur að vera öryggi, kunnugleg lykt og áferð.
Rúmið er orðið annað og stærra og svefnherbergið ekki lengur mitt. Eftir nokkur ár verður það herbergi mömmu og pabba. All sérstök tilfinning að vera komin í ábyrgðarhlutverk og fast hlutverk. Hef heyrt að mömmuhlutverkinu sé ekki sagt upp svo auðveldlega. Ekki það að ég hafi áhuga, ég er alveg sokkin í pakkann.
Mér finnst ég verða að passa hana svo vel og gæta að velferð hennar. Ég hugsa reglulega um hvernig ég geti veitt henni það sem þarf til að lifa í þessu samfélagi. Stundum nötra hnéskeljarnar af ótta um að mistakast. Mömmumistökin eru nú þegar orðin allmörg.
Ég get og er tilbúin til að veita henni athygli og tíma, held hana ekki skorta meira. Hún er fædd inn í heim forréttinda og bara við það að hafa fæðst á þessari eyju er hún nú þegar ríkari en 85% íbúa heims.
Stundum þegar ég er orðin þreytt í handleggjunum af því að halda á henni en vil ekki leggja hana frá mér því það er svo gott að knúsa hana hugsa ég til tímanna á barnaheimilinu í Taívan.
Umhyggjan til þeirra kom frá fólki sem fékk borgað fyrir að hugsa um þau og vaktaskipti voru á átta tíma fresti. Aldrei áður hafði barn ríghaldið í mig og grátið þegar ég fór eftir fyrstu kynni.
Verandi með barn í fanginu er erfitt að gera sér í hugarlund af hverju kornabarn er skilið eftir, til að búa á munaðarleysingjahæli. Þessi reynsla sem ég bý að minnir mig á forréttindi mín og ég er þakklát.
Veit fátt um hvernig framhaldið verður en ég hlakka til að hún vakni svo ég geti knúsað hana og séð fallega brosið hennar. Þarf ekki meiri vitneskju.
Rúmið er orðið annað og stærra og svefnherbergið ekki lengur mitt. Eftir nokkur ár verður það herbergi mömmu og pabba. All sérstök tilfinning að vera komin í ábyrgðarhlutverk og fast hlutverk. Hef heyrt að mömmuhlutverkinu sé ekki sagt upp svo auðveldlega. Ekki það að ég hafi áhuga, ég er alveg sokkin í pakkann.
Mér finnst ég verða að passa hana svo vel og gæta að velferð hennar. Ég hugsa reglulega um hvernig ég geti veitt henni það sem þarf til að lifa í þessu samfélagi. Stundum nötra hnéskeljarnar af ótta um að mistakast. Mömmumistökin eru nú þegar orðin allmörg.
Ég get og er tilbúin til að veita henni athygli og tíma, held hana ekki skorta meira. Hún er fædd inn í heim forréttinda og bara við það að hafa fæðst á þessari eyju er hún nú þegar ríkari en 85% íbúa heims.
Stundum þegar ég er orðin þreytt í handleggjunum af því að halda á henni en vil ekki leggja hana frá mér því það er svo gott að knúsa hana hugsa ég til tímanna á barnaheimilinu í Taívan.
Umhyggjan til þeirra kom frá fólki sem fékk borgað fyrir að hugsa um þau og vaktaskipti voru á átta tíma fresti. Aldrei áður hafði barn ríghaldið í mig og grátið þegar ég fór eftir fyrstu kynni.
Verandi með barn í fanginu er erfitt að gera sér í hugarlund af hverju kornabarn er skilið eftir, til að búa á munaðarleysingjahæli. Þessi reynsla sem ég bý að minnir mig á forréttindi mín og ég er þakklát.
Veit fátt um hvernig framhaldið verður en ég hlakka til að hún vakni svo ég geti knúsað hana og séð fallega brosið hennar. Þarf ekki meiri vitneskju.
<< Home