miðvikudagur, september 26, 2007

Líf mitt hefur undanfarna mánuði miðast við dagsetningu sem ljósmóðir setti í mæðraskrána mína, dagsetningin var fundin út frá sónartæki.

Þessi dagur nálgast óðfluga, svona eins og óð fluga með Eldjárn í eftirdragi.

Í gær kom frænka mín í heiminn, sem þýðir að Stormur er næstur.

Það er kannski full óþægilega ískyggilega nálægt raunveruleikanum.

Ég vona að ljósan og sónartækið hafi verið í stuði þegar spádómurinn mikli var settur á blað, svo biðin verði ekki of löng.