miðvikudagur, september 12, 2007

Er búin að velta því fyrir mér lengi, hvernig dagurinn í dag yrði.
Svo er hann eins og aðrir dagar, nema helst hve mikið rignir.

Hann á nefnilega afmæli í dag, í fyrsta sinn fjarri mannabyggðum.

Auðvitað er þessi dagur eins og hinir, söknuðurinn gerir ekki dagamun.

Ég sendi því afmæliskveðjuna í fyrsta sinn beint, í stað þess að hringja og heimta kaffi. Oftast var mér nú boðið.
Ég vona að hvað sem tók við að hann sé sáttur, ég vona líka að hann hafi aðgang að vindlum og kerlingum og bókum og sögum og öllu sem hugurinn girnist.

Ég vona líka að standi þannig á að hann líti við og skammist sín fyrir að bjóða ekki í kaffi.