fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Á leiðinni

,,Ætlarðu ekki að kíkja við og skoða nýju kettlingana mína?" kallaði hún yfir runnana.
,,Ísó mín, ég er margbúin að sjá þá, yndæliskettir sem þú hefur fengið", segi ég og geri mig líklega til að halda áfram ferðinni heim í háttinn.
,,Vertu ekki svona leiðinleg, kíktu inn og fáðu þér tesopa".

Klukkan er að ganga eitt og ég er búin að vera á leiðinni heim síðustu sjö klukkutímana. Ákvað að kíkja og skoða kettina einu sinni enn og fá mér smá te í leiðinni. Þessi kattaskoðun leiddi í ljós að Megas er læða.

Tíminn er marklaus og einskis virði í sveitinni. Kaffibollinn sem ég ætlaði mér eftir vinnu endaði í fótanuddi, mat, bessevisaspjalli og tedrykkju. Löngu seinna lagði ég af stað heim.

Leiðin af fjallinu heim er ekki löng, þrjár mínútur í drolli en stoppaði tvisvar og að auki í kaffi.

Enda svo sum engin ástæða til þess að flýta sér heim