fimmtudagur, júlí 12, 2007

Undir fjallinu

héti sjónvarpsþátturinn sem ég lifi í.

Bráðskemmtilegur og smellinn þáttur sem mætti sýna vikulega, jafnvel daglega.

Aðalstaðsetningar í þáttunum eru sögumiðstöðin, hótelið, blokkin, Hellnafell og svo af og til garðurinn hjá Isu. Upphafsatriðið er þegar ég geng í vinnuna á morgnanna.

Aðalpersónurnar eru nokkrar kerlur, ég- Sí- Fí- Isa og Jó. Aukahlutverk eru í höndum göngutúrsins, nafna hans, Lein og samstarfsfélagans og svo eru nokkrir sem fara með hlutverk comic relief.

Þátturinn er sem sagt um nokkrar kerlingar- allar utanbæjar- sem búa í bæ vestur á landi undir fjalli sem er margrómað fyrir fegurð sína. Daglegt líf kvinnanna er lyginni líkast.

Stundum þarf ég að minna mig á að það sem ég segi er alvöru og ekki hægt að taka aftur og það er ljótt að líta á kærkomnar heimsóknir vinkvennanna sem fjórða atriði í þætti dagsins.