Lognið hér úti á landi á að vera einstakt en eftir fjóra daga í sunnanroki og aðra þrjá í rigningu er ég ekki sannfærð um að lognið sé nokkurn tíma í þessu bæjarfélagi. Hef þó heyrt af því sögur og tel mig hafa óljósa minningu um sumarblíðu.
Það er svo langt síðan ég var í smáu bæjarfélagi að ég gekk um lotin og roðnaði öll þegar ég var nefnd með nafni og spurð frétta.
,,Hvað hefur þú verið að gera síðastliðin 15 ár eða svo?"
Langar alltaf að byrja að telja upp öll húsin, vinnuna, löndin og segja í smáatriðum hvað ég er búin að gera, en ég er ekki viss um að fólk hafi húmor fyrir því.
Smá saman hef ég rétt úr kútnum og svarað fólki. Hitt sem er verra er að ég spyr til baka.
Umhyggja og hnýsni er kannski eitt og sama hugtakið?
Sorglegast er að þekkja börnin á því hverjir foreldrar þeirra eru og muna eftir eldra fólkinu á því hver börnin þeirra eru. Þurfti að horfa vel og lengi á gamla skólastjórann áður en hann þekkti mig og eins fór fyrir honum.
Undarlegt að vera í bæjarfélagi sem minnist stóra bróður, í samúð eða sögum. Tvisvar staðið klökk og óskað þess að ég væri Dórótea í töfraskónum.
Fólkið í bænum minnist líka á hina og vita jafnvel hvað hefur á daga okkar drifið undanfarin 15 ár.
,,Ég fæ alltaf fréttir frá þeim gamla" heyrist stundum og einlægt brosið fylgir.
Í borginni er maður fjölskyldulaus og í útlöndum nafnlaus. Í sveitinni ertu nafn og fjölskylda.
Best í heimi er að ganga heim á kvöldin, horfa á sólina setjast hjá rússrauðum skýjum og geta lagst niður í brekkuna á leiðinni heim og horfa á kríuna. Bíða svo eftir þögninni í bæjarfélaginu og hlusta á fossana niða. Það er enn best í heimi
Það er svo langt síðan ég var í smáu bæjarfélagi að ég gekk um lotin og roðnaði öll þegar ég var nefnd með nafni og spurð frétta.
,,Hvað hefur þú verið að gera síðastliðin 15 ár eða svo?"
Langar alltaf að byrja að telja upp öll húsin, vinnuna, löndin og segja í smáatriðum hvað ég er búin að gera, en ég er ekki viss um að fólk hafi húmor fyrir því.
Smá saman hef ég rétt úr kútnum og svarað fólki. Hitt sem er verra er að ég spyr til baka.
Umhyggja og hnýsni er kannski eitt og sama hugtakið?
Sorglegast er að þekkja börnin á því hverjir foreldrar þeirra eru og muna eftir eldra fólkinu á því hver börnin þeirra eru. Þurfti að horfa vel og lengi á gamla skólastjórann áður en hann þekkti mig og eins fór fyrir honum.
Undarlegt að vera í bæjarfélagi sem minnist stóra bróður, í samúð eða sögum. Tvisvar staðið klökk og óskað þess að ég væri Dórótea í töfraskónum.
Fólkið í bænum minnist líka á hina og vita jafnvel hvað hefur á daga okkar drifið undanfarin 15 ár.
,,Ég fæ alltaf fréttir frá þeim gamla" heyrist stundum og einlægt brosið fylgir.
Í borginni er maður fjölskyldulaus og í útlöndum nafnlaus. Í sveitinni ertu nafn og fjölskylda.
Best í heimi er að ganga heim á kvöldin, horfa á sólina setjast hjá rússrauðum skýjum og geta lagst niður í brekkuna á leiðinni heim og horfa á kríuna. Bíða svo eftir þögninni í bæjarfélaginu og hlusta á fossana niða. Það er enn best í heimi
<< Home