þriðjudagur, apríl 17, 2007

Ekki langt frá íbúðinni minni í Taívan, er lítill og kósý veitingastaður sem ég fer oft á.
Japanskur staður sem töfrar fram allt það sem mig langar að borða fyrir minna en 160 krónur.

Ég hef vanið komur mínar þangað, fer annan hvern dag og stundum daglega. Kokkarnir hafa yfirleitt orð á því ef ég læt ekki sjá mig í nokkra daga.

Fer yfirleitt á kvöldin, ein og borða í rólegheitunum. Spjalla smá og drekk te og geng svo aftur heim.

Staðurinn er yfirleitt fullur af fólki en andrúmsloftið mjög afslappað. Helsti kosturinn við staðinn er að þetta er svona borðaðu og farðu staður. Frábær staður.

Svo ætlaði ég að fara og fá mér nautakjöt, með hrísgrjónum eins og svo oft áður.

Lokað

bara sísvona eins og ekkert sé sjálfsagðara

Lokað um ókomna tíð.

Þetta er fjórði veitingastaðurinn sem ég ven komur mínar á sem lokar. Ætla samt ekkert að segja frá því ef ég mögulega finn nýjan stað