fimmtudagur, mars 15, 2007

Eitthvað minna um að vera hér. Skólinn að ganga frá mér lifandi.

Elska þetta mottó... ef það er engin pressa læriru þá?

Flippi ég yfir um kem ég örugglega til með að skrifa kínverska karaktera í tíma og ótíma upp um alla veggi.

Fór með félaga mínum í gær að kaupa hund, hann var búinn að spá lengi í að kaupa sér hund og ákvað svo að láta verða að því. Hundurinn fannst og allir sáttir og glaðir.

Svo hringdi félaginn i panikkasti og vildi hvolpinn út. Gat ekki axlað þessa ábyrgð. Hvolpurinn vældi og skeit eins og honum sýndist.

Líkast til fer hvolpurinn í dýrabúðina aftur í dag.

Tvö próf í dag, eitt á morgun

Próf á dag kemur skapinu í lag