föstudagur, mars 09, 2007

Hvað gerir þú við peningana og tímann sem frúin í Hamborg gaf þér?

Einn daginn dey ég. Ég er svo gott með það á hreinu að ég lifi ekki að eilífu. Áður en sá tími kemur langar(ætla) mig að gera undra margt. Geri mér grein fyrir því að það er heimtufrekja þar sem ég hef enga tryggingu fyrir því að minn dagur sé ekki á morgun.

Ég geri mér líka grein fyrir því að nú þegar hef ég gert meira en meirihluti heimsbyggðarinnar. Bara það að ég hafi átt þess kost í morgun að velja mér morgunmat eru forréttindi.

Langar samt. Því kemur hér mjög stuttur listi yfir það sem ég ,,þarf" að gera áður en ég dey eða bara í nánustu framtíð, það virkar alveg líka.

- ferðast um gjörvalla Afríku, byrja í Marokkó og enda í Suður- Afríku.
- rúnta um Tíbet, Mongólíu og Kína. Stoppa í Kirkistan, Úzbekistan og hinum langtíburt-istan-löndunum.
- skrabbla við Gösla og saka hann um svindl.
- fara til Grænlands og Grímseyjar
- læra kínversku almennilega
- lesa Laxness-safnið
- sofa í tjaldi án þess að verða kalt
- búa í útlöndum
- læra dúlluna
- vera í góðri vinnu
- klappa Ljónunum þremur
- hjóla
- opna og reka eigin skóla
- borða hrígrjónagraut og fá slátur með
- kafa í rauða hafinu
- búa í MT

Þetta var bara brot af því besta en vissulega er listinn miklu miklu miklu lengri og breytist mjög reglulega. Mér finnst hann passlega raunhæfur, held samt að erfiðast verði að uppfylla tjalddrauminn...