Í huganum hef ég skrifað þúsund pistla og enn fleiri bréf. Ég reyni að eyða þeim jafnóðum í huga mér því stundum er of sárt að skrásetja hugsanir sínar og muna þær.
Janúar er á enda runninn. Það er gott að telja dagana og minna mig á að tíminn komi til með að plástra sárin. Tíminn gerir ótrúlega hluti, kennir manni að sætta sig betur við hluti, sjá atburði í öðru ljósi og tíminn gerir manni kleift að lifa með hlutunum. Eða svo segja þeir sem til þekkja.
Forsetinn sagði eitt sinn að hann hefði ekki nokkra trú á því að tíminn læknaði öll sár, en tíminn gerði manni fært að lifa með hlutunum. Ég og forsetinn.
Ég veit ekki margt en eitt hef ég fyrir víst
Það er ekki hægt að snúa við tímanum.
Þrátt fyrir þá vitneskju hef ég undanfarnar vikur reynt eftir bestu getu að selja skrattanum sálu mína og hverjum þeim sem hefur áhuga á henni til að geta fiktað í tímanum. Flest er falt hjá mér gegn smá tilfæringum.
Stundum þrái ég að snúa tímanum alveg á hvolf og breyta öllu sem hægt er að breyta, fá guðlegt afl og hafa hlutina eins og ég vil. Stundum er ég auðmjúkari í tímaóskum mínum og vil fá að bakka tvo mánuði aftur í tímann svona rétt til að fá knús eða segja eitthvað sem ég gleymdi að segja eða hlusta betur. Bara aðeins.
Ég eyði mikið af tíma mínum í að óska mér að ég hefði áhrif á tímann. Stundum ranka ég við mér og átta mig á því að tíminn gefur engum grið og bakkar ekki einu sinni sekúndubrot. Kommon ein sekúnda, það er ekki neitt. Þá stund sem ég dett í raunveruleikann gef ég skít í æðruleysisbænina og vil breyta því sem ég get ekki breytt.
Örsjaldan, en stundum, er ég tímanum þakklát. Þá sest ég niður í auðmýkt og þakka fyrir þann tíma sem ég hafði og við áttum saman. Því þrátt fyrir að egóið í mér segi hann hafa verið of stuttan þá var hann heillangur.
Yfir tuttugu ár er langur tími.
Tíminn hefur líka gefið mér kærleikann. Fyrir kærleikann er ég þakklát, því án hans væri ég engu bættari.
Janúar er á enda runninn. Það er gott að telja dagana og minna mig á að tíminn komi til með að plástra sárin. Tíminn gerir ótrúlega hluti, kennir manni að sætta sig betur við hluti, sjá atburði í öðru ljósi og tíminn gerir manni kleift að lifa með hlutunum. Eða svo segja þeir sem til þekkja.
Forsetinn sagði eitt sinn að hann hefði ekki nokkra trú á því að tíminn læknaði öll sár, en tíminn gerði manni fært að lifa með hlutunum. Ég og forsetinn.
Ég veit ekki margt en eitt hef ég fyrir víst
Það er ekki hægt að snúa við tímanum.
Þrátt fyrir þá vitneskju hef ég undanfarnar vikur reynt eftir bestu getu að selja skrattanum sálu mína og hverjum þeim sem hefur áhuga á henni til að geta fiktað í tímanum. Flest er falt hjá mér gegn smá tilfæringum.
Stundum þrái ég að snúa tímanum alveg á hvolf og breyta öllu sem hægt er að breyta, fá guðlegt afl og hafa hlutina eins og ég vil. Stundum er ég auðmjúkari í tímaóskum mínum og vil fá að bakka tvo mánuði aftur í tímann svona rétt til að fá knús eða segja eitthvað sem ég gleymdi að segja eða hlusta betur. Bara aðeins.
Ég eyði mikið af tíma mínum í að óska mér að ég hefði áhrif á tímann. Stundum ranka ég við mér og átta mig á því að tíminn gefur engum grið og bakkar ekki einu sinni sekúndubrot. Kommon ein sekúnda, það er ekki neitt. Þá stund sem ég dett í raunveruleikann gef ég skít í æðruleysisbænina og vil breyta því sem ég get ekki breytt.
Örsjaldan, en stundum, er ég tímanum þakklát. Þá sest ég niður í auðmýkt og þakka fyrir þann tíma sem ég hafði og við áttum saman. Því þrátt fyrir að egóið í mér segi hann hafa verið of stuttan þá var hann heillangur.
Yfir tuttugu ár er langur tími.
Tíminn hefur líka gefið mér kærleikann. Fyrir kærleikann er ég þakklát, því án hans væri ég engu bættari.
<< Home