fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Hann stoppaði hjá mér í nótt og sagði mér undarlega hluti.
Ég vaknaði með tárin í augunum og vellíðan í hjartanu.
Að hafa misst er að hafa elskað.
Ég vissi áður að hann yrði hjá mér en ég vissi ekki að ég myndi muna upp á hár hvernig návist hans var.

Á kannski að vitna í pólitíkina og segjast ekki hafa yfirgefið neinn, heldur hafi það verið öfugt?

Fötin komin ofan í tösku og ég er margbúin að athuga hvort vegabréfið sé á sínum stað. Allir miðar útprentaðir. Ljónin þrjú hafa ekki tekið töskurnar sínar fram svo líklega hef ég ekkert erindi í pólitík.

Einn af fjölmörgum kostum þess að þvælast til útlanda er að ég fæ frest á auðkennislykilinn.
Bankastarfsmaðurinn sagði hann fyrir okkar öryggi. Svona væri það best.
Hann átti engin svör til við því hvað gera ætti við okkur hin, sem eigum ekki neitt og höfum engu að tapa.

Vera með lykilinn samt. Kannski líður þá öllum hinum betur?

Sjáumst í sumar, kannski þar sem fjöllin sökkva enn.