Nöfn eru mikilvæg.
Í Taívan sem og annarsstaðar í heiminum leggja foreldrar sig fram við að finna nafn á afkvæmið sem það getur svo borið nokkuð skammlaust það sem eftir er ævinnar.
Þegar Taívanar velja nöfn á börnin sín fara þeir oftast eftir því hvernig nafnið tónar saman, svo er horft eftir merkingu nafnsins og svo hvort það beri gæfu.
Það er mjög algengt að leitað sé ráða talnaspekinga, nafnasérfræðinga og andans manna við val á nafni. Eftir miklar spekuleringar fæst niðurstaða. Eitthvað ákveðið nafn kemur til að veita viðkomandi barni byr undir báða vængi.
Stundum segja andans mennirnir eftir á að nafnið sé ekki nógu gott, þetta eða hitt á eftir að gerast því nafnið er ekki rétt. Til að koma í veg fyrir stórslys, skiptir fólk einfaldlega um nafn og nær þannig að fela sig fyrir ógæfunni. Heppilegt.
Í Taívan er líka lögð mikil áhersla á enskukunnáttu. Allir sem vettlingi geta valdið senda börn sín í enskutíma og leggja hart að þeim.
Einhverra hluta vegna heldur fólk ekki nafninu sínu þegar það er í enskutímum eða að tala við útlendinga.
Þessi ráðhögun gæti verið til einföldunar og þæginda.... hvað sem því svo veldur.
Til dæmis heitir ein vinkona mín Chen(eftirnafn) Rei Shen en kynnir sig sem Susie Chen. Önnur heitir Mei Yu og gengur undir nafninu Tina, svona mætti endalaust telja.. líklegast er Jackie Chan þekktastur í þessu samhengi en á móti kemur að hann er frægur og ekki óalgengt að hollívúddstjörnurnar breyti nafni sínu í markaðssetningarhugleiðingum.
Sama hvað manni finnst um þessa tvínefningu þá verður að segjast að nafn hvers og eins er mjög mikilvægt af hvaða uppruna það er.
Þetta getur klikkað, sama hver ástæðan er. Stundum eru kennarar hugmyndasnauðir, vita ekki betur þegar kemur að nöfnum, stundum velja foreldrar nöfnin og einnig nemendurnir.
Hér eru ,,ensk" nöfn nokkurra valinkunna einstaklinga sem ég hef rekist á í Taívan. Flestir eru ennþá í grunnskóla en einhverjir á svipuðum aldri og Ynjan fagra....
Dragon
Hammer
Flower
Kiwi
Mermaid
Hamburger
Nemo
Beautiful
Butterfly
Snoopy
Nike
Five
Í Taívan sem og annarsstaðar í heiminum leggja foreldrar sig fram við að finna nafn á afkvæmið sem það getur svo borið nokkuð skammlaust það sem eftir er ævinnar.
Þegar Taívanar velja nöfn á börnin sín fara þeir oftast eftir því hvernig nafnið tónar saman, svo er horft eftir merkingu nafnsins og svo hvort það beri gæfu.
Það er mjög algengt að leitað sé ráða talnaspekinga, nafnasérfræðinga og andans manna við val á nafni. Eftir miklar spekuleringar fæst niðurstaða. Eitthvað ákveðið nafn kemur til að veita viðkomandi barni byr undir báða vængi.
Stundum segja andans mennirnir eftir á að nafnið sé ekki nógu gott, þetta eða hitt á eftir að gerast því nafnið er ekki rétt. Til að koma í veg fyrir stórslys, skiptir fólk einfaldlega um nafn og nær þannig að fela sig fyrir ógæfunni. Heppilegt.
Í Taívan er líka lögð mikil áhersla á enskukunnáttu. Allir sem vettlingi geta valdið senda börn sín í enskutíma og leggja hart að þeim.
Einhverra hluta vegna heldur fólk ekki nafninu sínu þegar það er í enskutímum eða að tala við útlendinga.
Þessi ráðhögun gæti verið til einföldunar og þæginda.... hvað sem því svo veldur.
Til dæmis heitir ein vinkona mín Chen(eftirnafn) Rei Shen en kynnir sig sem Susie Chen. Önnur heitir Mei Yu og gengur undir nafninu Tina, svona mætti endalaust telja.. líklegast er Jackie Chan þekktastur í þessu samhengi en á móti kemur að hann er frægur og ekki óalgengt að hollívúddstjörnurnar breyti nafni sínu í markaðssetningarhugleiðingum.
Sama hvað manni finnst um þessa tvínefningu þá verður að segjast að nafn hvers og eins er mjög mikilvægt af hvaða uppruna það er.
Þetta getur klikkað, sama hver ástæðan er. Stundum eru kennarar hugmyndasnauðir, vita ekki betur þegar kemur að nöfnum, stundum velja foreldrar nöfnin og einnig nemendurnir.
Hér eru ,,ensk" nöfn nokkurra valinkunna einstaklinga sem ég hef rekist á í Taívan. Flestir eru ennþá í grunnskóla en einhverjir á svipuðum aldri og Ynjan fagra....
Dragon
Hammer
Flower
Kiwi
Mermaid
Hamburger
Nemo
Beautiful
Butterfly
Snoopy
Nike
Five
<< Home