laugardagur, september 22, 2007

Af hverju þarf að taka það fram þegar ritað er hverjir eru í stjórn Hjallastefnunnar að einn stjórnarmeðlimur sé giftur Bjarna Ármanns, fyrrverandi forstjóra Glitnis? Þegar hvergi er minnst á maka hinna í stjórninni.
( til að snúa út úr er svo sem gott að maðurinn sé ekki giftur tveimur konum, sem báðar sitja í stjórn )

Er hún meira eða minna virði? Stendur hún sig betur í stjórnarsetunni því maðurinn hennar er með gleraugu og úr sveit og vann í banka? Er verið að segja að Bjarni sé í rauninni sá sem situr í stjórn en sendi bara fulltrúa sinn?

Ég hef margoft lesið greinar við Bjarna Ármanns og aldrei séð hnýtinguna - Bjarni Ármanns, maður Helgu Sverrisdóttur stjórnarmeðlims Hjallastefnunnar, sagði í viðtali við blaðamann ....