fimmtudagur, maí 03, 2007

Ég sit á flugvellinum í Hong Kong og hlusta á karaókí. Söngkonan er með Helenuhristur og virðist ekki alveg ná taktinum, held ég, er svo sem ekki sú taktvissasta.

Flugvélin bíður mín, hliðinu lokar fljótlega. Ætla mér margt annað en að missa af þessu flugi. Kemur ekki til greina.

Og svo kviss búmm bang. Eftir tæpan sólarhring verð ég spennta barnið á flugvellinum að bíða eftir Ljóninu.

Sem sagt í Evrópu.

Yfirmáta þakklát fyrir flugvélarnar og nútímasamgöngur, færi ég upp á gamla mátann kæmi ég heim með haustinu.