þriðjudagur, október 24, 2006

Það eru ansi mörg ár síðan ynjan sofnaði síðast í prófi.

Hún var unglingur í laufléttu enskuprófi, illa sofin og kláraði prófið og lagðist svo fram á borðið og beið eftir að mega fara út og sofnaði. Yndæli enskukennarinn hennar ýtti við henni þegar prófið var búið.... en þá var hún unglingur.

Svo mætti hún úthvíld og hress í próf í dag, kláraði að leysa verkefnin og beið... og beið og dottaði svo. Það var vont þegar höfuðið skall í vegginn og Ynjan hrökk upp með andfælum.

Kennarinn var vandræðalegur á svipinn, tveir nemendur hlógu, Ynjan gretti sig og leit á þriðja bekkjarfélagann...

Þetta var í fyrsta sinn sem Ynjan svaf í félagsskap annars bekkjarfélaga í prófi.

Já já sumt breytist aldrei.