miðvikudagur, október 11, 2006

Chang E hin fagra

Einu sinni fyrir langa langa löngu var stúlka sem hét Chang E. Hún var ofboðslega falleg og yndisleg kona og átti mjög frægan mann. Hann drap með boga og ör átta sólarsynina og bjargaði þannig mannkyninu frá því að deyja úr hita.
Maðurinn hennar Chang E átti eilífðarlyf. Tæki maður lyfið yrði maður að eilífu ungur og fallegur. Hvorki ellikerling né herra dauði gátu unnið á lyfinu.

Dag einn þegar Chang E var ein í húsinu ákvað hún að stela lyfinu og innbyrgða það til að viðhalda fegurð sinni og æsku.

Fljótlega eftir að hún át lyfið fór hún að léttast. Hún varð alltaf léttari og léttari og léttari þar til hún sveif um og endaði að lokum á tunglinu. Þar húkir hún ein með kanínu.

Kanínan er alltaf frekar upptekin við að mala lyf í morteli.

Enn þann dag í dag skilur enginn af hverju Armstrong tók ekki Chang E hina fögru með sér aftur heim þegar hann var að þvælast þar um árið.