miðvikudagur, september 13, 2006

Þú ert komin aftur, sagði konan við morgunverðarstandinn. Ég var nýbúin að segja syni mínum að koma og sjá þig hér á morgnanna og svo komstu aldrei aftur! Fyrr en nú!

Konan sem keyrði leigubílinn hló þegar ég sagði henni að ég vissi ekki hvert ég væri að fara, ég rataði bara. Hún var alveg til í að keyra mig á áfangastað eftir leiðbeiningum.

Farangurinn minn er ekki enn kominn, vonandi kemur hann í dag. Fór í gær að kaupa föt, þvílík hörmung. Sumar búðir gætu alveg heitið 10 sekúndur. Tekur ekki nema 10 sekúndur að rústa sjálfsálitinu í fataleit. Niðurstaðan var samt ásættanleg, fékk það sem mig vantaði engin tískuföt þó...

Auðvitað sló harðfiskurinn í gegn og ég er spennt að leyfa fólki að smakka hákarlinn!

Vespan stendur fyrir sínu og í gær fékk ég smá lit!