Fyrsti september
Nú þarf að gera sig kláran í bátana. Sem betur fer er hægt að fljúga til Taívan. Annars kann ég því vel að sigla og má sigla. Brottför tíunda, óhuggulega óþægilegt að tala um tíu daga. Tíminn stoppar nefnilega aldrei hjá mér.
Maðurinn glottir út í annað meðan ég róta í höfðinu á mér og tel upp allt sem þarf að gera fyrir brottför. Hann gerir sér ekki grein fyrir því hve mikilvægt það er að vera tímanlega í hlutunum, ná að klára og fara sáttur. Hann segir mig gera úlfalda úr mýflugu. Ég kýs að skilja ekki samhengi milli úlfalda og mýflugu. Samt fer þetta allt einhvern veginn, eins og alltaf.
Vikan verður kveðjuvika, nú þegar hefur land ársins verið kvatt og sel jöklanna. Kastaði kveðju á norðurljósin og íslenska hestinn. Ég hef borið rigningunni kveðju mína og rætt við kuldann.
Þá er fólkið bara eftir. Kveðjustundir eru ekki svo slæmar, maður hefur afsökun fyrir því að sitja aðeins lengur og slóra eilítið til. Fólk er einlægt og oftast glatt. Hugað er að endurfundum og gott knús í boðinu. Kveðjustundir verða líklega uppáhalds stundir fljótlega. Maður er líka alltaf svo vinsæll þegar maður fer, fólk segist ætla að sakna manns og skrifa og hugsa til manns, án framkvæmda. Það er gott.
Kannski eru t.d. togarasjómenn ekkert hetjur hafsins, kannski eru þeir með fettis fyrir kveðjustund.
Maðurinn glottir út í annað meðan ég róta í höfðinu á mér og tel upp allt sem þarf að gera fyrir brottför. Hann gerir sér ekki grein fyrir því hve mikilvægt það er að vera tímanlega í hlutunum, ná að klára og fara sáttur. Hann segir mig gera úlfalda úr mýflugu. Ég kýs að skilja ekki samhengi milli úlfalda og mýflugu. Samt fer þetta allt einhvern veginn, eins og alltaf.
Vikan verður kveðjuvika, nú þegar hefur land ársins verið kvatt og sel jöklanna. Kastaði kveðju á norðurljósin og íslenska hestinn. Ég hef borið rigningunni kveðju mína og rætt við kuldann.
Þá er fólkið bara eftir. Kveðjustundir eru ekki svo slæmar, maður hefur afsökun fyrir því að sitja aðeins lengur og slóra eilítið til. Fólk er einlægt og oftast glatt. Hugað er að endurfundum og gott knús í boðinu. Kveðjustundir verða líklega uppáhalds stundir fljótlega. Maður er líka alltaf svo vinsæll þegar maður fer, fólk segist ætla að sakna manns og skrifa og hugsa til manns, án framkvæmda. Það er gott.
Kannski eru t.d. togarasjómenn ekkert hetjur hafsins, kannski eru þeir með fettis fyrir kveðjustund.
<< Home