Þá er maður að mestu búinn að jafna sig á íþróttameiðslunum. Ég hef sjaldan verið stoltari af eins stórum og ljótum marblettum. Flest meiðsli mín hafa verið af öllum öðrum ástæðum en íþróttaiðkun.
Í Tungudal voru þrír litlir drulluvellir sem vökvaðir voru til að tryggja lítinn árangur. Fyrir mig var völlurinn heldur stór og forugur.
Fyrsti leikur gekk illa, þá fattaði maður að þolið var lítið, maður kunni ekki að hlaupa í drullu og var enn verri í fótbolta. Tuðran gerði lítið, mótherjarnir minna og keppnisskapið lét ekki á sér kræla. Lokatölur núll núll og Vargas fegið að vera á lífi.
Ég hef heyrt íþróttamenn tala um að þeir spili upp á líf eða dauða, þeir vilji frekar deyja en að missa af boltanum og frekar slasast en að tapa. Eitthvað bar lítið á þessum vilja hjá mér. Í miðjum öðrum leik eftir glæsileg tilhlaup, grimmilegar tæklingar, legu í leðju sem svotil ómögulegt var að komast upp úr var ég alveg til í að fara útaf, leggja mig og leyfa andstæðingnum að fá boltann.
Við vorum frekar fáliðaðar en því fegurri og skemmtilegri. Rétt í þann mund sem að ég ætlaði að drekkja mér í drullunni skoraði framherjinn mark og auðvitað eflist maður við það. Lokatölur eitt núll fyrir Vargas.
Hluta af öðrum leik og allan þriðja leik spilaði ég því eftir getu, af miklum vilja og leikgleði. Gladdist líkast til mest þegar leikurinn var búinn og ljóst að utanbæjar, utankjálka, utanveltulið okkar hafði unnið riðilinn, við vorum farnar að hugsa um fyrsta sæti.
Yndisfagrar stúlkur, svona stúlkur sem bara finnast á Vestfjörðum, lögðu okkur lið og eftir hörkuspennandi leik var farið í vítaspyrnukeppni sem endaði núll eitt fyrir hina.
Þá þurfti að ráðast í að spila um þriðja sæti, mannskapurinn þreyttur, dasaður og dofinn.
Eins og sönnum íþróttamönnum sæmir, með keppnisskapið í lagi, buðum við andstæðingunum í vítaspyrnukeppni sem var hörkuspennandi. Þá var enginn kallaður tyrki heldur var athyglinni beint frá með því að tala um Stjórnarballið sem vera átti í Súðavík þá um kvöldið! Ekki enn hafa borist kærur en fingurnir eru í kross.
Ég var í marki og barðist eins og ljón, fleygði mér eftir boltanum og hvatti mínar stúlkur áfram til sigurs en allt kom fyrir ekki. Við vorum í bráðabana og fyrir einskæra heppni lak boltinn inn fyrir markalínuna og ljóst að Vargas vermdi fjórða sæti.
Ekki reyndist tóm til þess að setjast niður og skæla og gott ef undirrituð fékk ekki ákúrur fyrir að fagna með andstæðingunum þegar úrslit voru ljós!
Næst verður formið betra, æft fyrir keppni, liði safnað og við rústum keppninni.
Um ókomna tíð um ilja manni um hjartarætur að hafa unnið riðilinn og endað í fjórða sæti!
Keppni á Richter-skala og skemmtum á heimsmælikvarða!
Í Tungudal voru þrír litlir drulluvellir sem vökvaðir voru til að tryggja lítinn árangur. Fyrir mig var völlurinn heldur stór og forugur.
Fyrsti leikur gekk illa, þá fattaði maður að þolið var lítið, maður kunni ekki að hlaupa í drullu og var enn verri í fótbolta. Tuðran gerði lítið, mótherjarnir minna og keppnisskapið lét ekki á sér kræla. Lokatölur núll núll og Vargas fegið að vera á lífi.
Ég hef heyrt íþróttamenn tala um að þeir spili upp á líf eða dauða, þeir vilji frekar deyja en að missa af boltanum og frekar slasast en að tapa. Eitthvað bar lítið á þessum vilja hjá mér. Í miðjum öðrum leik eftir glæsileg tilhlaup, grimmilegar tæklingar, legu í leðju sem svotil ómögulegt var að komast upp úr var ég alveg til í að fara útaf, leggja mig og leyfa andstæðingnum að fá boltann.
Við vorum frekar fáliðaðar en því fegurri og skemmtilegri. Rétt í þann mund sem að ég ætlaði að drekkja mér í drullunni skoraði framherjinn mark og auðvitað eflist maður við það. Lokatölur eitt núll fyrir Vargas.
Hluta af öðrum leik og allan þriðja leik spilaði ég því eftir getu, af miklum vilja og leikgleði. Gladdist líkast til mest þegar leikurinn var búinn og ljóst að utanbæjar, utankjálka, utanveltulið okkar hafði unnið riðilinn, við vorum farnar að hugsa um fyrsta sæti.
Yndisfagrar stúlkur, svona stúlkur sem bara finnast á Vestfjörðum, lögðu okkur lið og eftir hörkuspennandi leik var farið í vítaspyrnukeppni sem endaði núll eitt fyrir hina.
Þá þurfti að ráðast í að spila um þriðja sæti, mannskapurinn þreyttur, dasaður og dofinn.
Eins og sönnum íþróttamönnum sæmir, með keppnisskapið í lagi, buðum við andstæðingunum í vítaspyrnukeppni sem var hörkuspennandi. Þá var enginn kallaður tyrki heldur var athyglinni beint frá með því að tala um Stjórnarballið sem vera átti í Súðavík þá um kvöldið! Ekki enn hafa borist kærur en fingurnir eru í kross.
Ég var í marki og barðist eins og ljón, fleygði mér eftir boltanum og hvatti mínar stúlkur áfram til sigurs en allt kom fyrir ekki. Við vorum í bráðabana og fyrir einskæra heppni lak boltinn inn fyrir markalínuna og ljóst að Vargas vermdi fjórða sæti.
Ekki reyndist tóm til þess að setjast niður og skæla og gott ef undirrituð fékk ekki ákúrur fyrir að fagna með andstæðingunum þegar úrslit voru ljós!
Næst verður formið betra, æft fyrir keppni, liði safnað og við rústum keppninni.
Um ókomna tíð um ilja manni um hjartarætur að hafa unnið riðilinn og endað í fjórða sæti!
Keppni á Richter-skala og skemmtum á heimsmælikvarða!
<< Home