Ynjan var búin að gleyma því hve gaman það er að ferðast á puttunum. Frá höfuðstaðnum fékk hún far í varmahlíð með byggingafulltrúa sem elskaði að fara á ball. Frá varmahlíð að Hólum fékk hún far með rithöfundi frá Bandaríkjunum sem langaði að læra íslensku. Frá Hólum inn í Fljót með heyjunarverktökum sem hlógu að borgarbarninu Ynju og svo loks fjölskyldu sem ræktaði hunda. Huggulega dásamlegt.
Siglufjörður var fagur og mikill Siglufjörður.
Líkast til er fullreynt að auglýsa Svarthöfða, enginn hefur gefið sig fram og Svarthöfði hefur ekki enn gefið upp gamla heimilisfangið. Þannig að hafi einhver hjartarúm og pláss aflögu fyrir yndælis kött má hafa samband. Gangi þessi auglýsing ekki má reyna Kattholt sem vill ekki fá hann. Ynjan þráir ekkert að senda hann í ,,sveitina".
Ynjan þurfti að kíkja í alfræðiorðabók í dag til að rifja upp kynni sín af sólinni. Sól er gott, sól er best. Þegar sólin er úti verður sólin í hjartanu meiri. Þannig er það bara.
Siglufjörður var fagur og mikill Siglufjörður.
Líkast til er fullreynt að auglýsa Svarthöfða, enginn hefur gefið sig fram og Svarthöfði hefur ekki enn gefið upp gamla heimilisfangið. Þannig að hafi einhver hjartarúm og pláss aflögu fyrir yndælis kött má hafa samband. Gangi þessi auglýsing ekki má reyna Kattholt sem vill ekki fá hann. Ynjan þráir ekkert að senda hann í ,,sveitina".
Ynjan þurfti að kíkja í alfræðiorðabók í dag til að rifja upp kynni sín af sólinni. Sól er gott, sól er best. Þegar sólin er úti verður sólin í hjartanu meiri. Þannig er það bara.
<< Home