mánudagur, ágúst 21, 2006

Fátt veit Ynjan verra en fólk sem talar í sífellu og eingöngu um börnin sín. Ekki að Ynjan þekki slíkt fólk, heldur hræðir tilhugsunin hana svo að svitinn perlar fram. Eilítið verri þjóðflokkur talar í sífellu og eingöngu um dýrin sín.

Í ljósi þess ætlar Ynjan ekki að segja frá hremmingum ljónanna við að læra á kattalúguna. Annar er þó inni og hinn vill út.


Ynju þótti Ljóni sinn ekki fyndinn þegar hún las athugasemd hans í síðustu færslu ,,Þetta blogg er merkilegt. hver ertu? ljóni".
Dulúðin hefur ætíð umvafið Ynjuna en eitthvað er óviðeigandi að spyrja sína heittelskuðu á vefritlu hver hún sé. Vont þótti henni jafnframt að Ljóni hafði komið sér upp vefritlu og ekki séð sért fært um að segja sinni ektakonu tilvonandi. Þar sem Ljóni var ekki heima ákvað kerla að skoða vefritluna hans og vonandi er þetta ekki Ljóni.
Það er ekki fyndið að þykjast vera undir tvítugt og blogga á nokkrum tungumálum og setja inn skemmtilegar færslur um tungumál og ranghvolfa svo augunum á síðkvöldum þegar Ynjan dásamar Árna og málfræðibækur hans. Ljóni er enn Ljóni og ljóni þá einhver ekki að þykjast vera hann.
Fúff hitt hefði verið flókið.