miðvikudagur, mars 31, 2004

ó mig auma

Ég finn hvernig sýklarnir setjast að í líkama mínum og ráðast á annars öflugt varnarkerfi. Sýklarnir eru fleiri þessa stundina. Eymsli í hálsi, verkir í höfði og tilfinning um allan kroppinn um að nú sé minn tími til að deyja. Leggjast miður, veslast upp og deyja.
Þegar maður er með ólæknandi krabbamein, eyðni og aðra illviðráðanlega sjúkdóma svona frá degi til dags er ekkert grín að þurfa svo að takast á við flensu.
Sem hálfur víkingur eða í það minnsta vinur hans ætla ég að standa á fótunum, hef einhvern veginn ekki tíma til að veikjast.

Ó mig auma

Skar er úrelt orð yfir óeirðir, illindi, jafnvel dramb og drembilega framkomu.
Hugleiðing dagsins er hver er munurinn á því að pissa á sig eða pissa í sig?

hnerr