föstudagur, mars 12, 2004

já góðan dag nærsveitungar

Ynjan man sinn fífil fegurri...nei heyrðu...hef ég skrifað þetta áður? Þá gengur það ekki. Ynjan er hress, þekkir ekki stress.

Lús, þetta litla orð, sem fylgir þessari litlu veru, gerir líf mitt spennuþrungið og á köflum fyllt ofsóknaræði og samsæriskenningum. Svo virðist sem lúsin hafi sér í lagi gaman af börnum, þeim sem umgangast mig. Börnin með lýsnar vini sína eru svo kjassandi nálægt manni að maður finnur fyrir kláða, ofsafengnum kláða....svo miklum að maður klórar sér og klórar og eflir hugsun sína um lýs margfalt.

Gamalt og gott ráð við þessum óvinum er að kemba hárið og leita sem ynjan hefur gert, oft á dag, helst á svefntíma líka og enga lús finnur hún. Þá kemur samsæriskenningin upp, .....þær liggja í felum á vegum CIA í hársverðinum, eru þarna og það verður erfitt að nálgast þær þrátt fyrir mikla kembingu.
Ég skoðaði handbók heimilisins, þar er eingöngu talað um lýs á gæludýrum og orðið brenna kemur óþægilega oft fyrir. Treysti mér ekki alveg í þær framkvæmdir.
Ynjan ætlar að kemba hárið...bara til öryggis...einu sinni enn.

Góða og kláðalausa helgi